Finnum lausn Hinrik A. Hansen skrifar 22. apríl 2015 08:45 Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Enn ríkir neyðarástand á spítölum landsins, þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu í nafni kjarabaráttu. Skrif mín í Fréttablaðinu síðastliðinn miðvikudag vöktu hörð viðbrögð. Það ber að þakka. Hvernig aukið er á þjáningar sjúklinga og aðstandenda í nafni kjarabaráttu getur enginn réttlætt. Enginn getur haldið því fram að lífi sjúklinga sé ekki stefnt í hættu með yfirstandandi verkföllum heilbrigðisstétta. Við sem þjóð verðum að svara því hvort við metum líf sjúklinga meira en þau réttindi sem leyfa að líf og heilsa þeirra sé notuð sem skiptimynt í kjarabaráttu. Til að benda á raunverulegt dæmi um hvernig afleiðingar verkfallsins birtast, ákvað ég að segja mína sögu í síðustu viku. Eftir að greinin birtist fékk ég loksins myndgreiningu tveimur sólarhringum síðar. Ef starfsemi spítalans hefði verið með eðlilegum hætti hefði niðurstaða myndgreiningar legið fyrir níu dögum fyrr. Hvort það hafi breytt einhverju í mínu tilviki mun aldrei verða hægt að svara. Ég gekkst undir heilauppskurð strax á mánudagsmorgun eftir að niðurstaða myndgreiningar lá loksins fyrir. Mínu bráðatilviki var forgangsraðað þannig að önnur bráðatilvik voru færð aftar, það er ömurleg tilhugsun. Viðbrögð eru einskis virði ef aðgerðir fylgja ekki í kjölfarið. Það er ekki hægt að hneykslast yfir ástandinu og horfa síðan í hina áttina. Staða sjúklinga versnar með hverjum deginum og á bara eftir að versna enn frekar á meðan þetta ástand ríkir. Á næstu misserum má gera ráð fyrir að ástandið endurtaki sig þegar aðrar heilbrigðisstéttir eru neyddar í aðgerðir sem bitna munu á sjúklingum þessa lands. Hægt er að finna lausn á þessu óverjandi ástandi. Leiðin að lausninni þarf ekki að vera flóknari en við viljum. Mörgum spurningum þarf að svara til að komast að sem réttastri lausn. Mikilvægt er að forgangsraða spurningum eftir mikilvægi og svara þeim mikilvægustu, áður en svara er leitað við þeim sem á eftir koma. Fyrsta spurningin sem þarf að svara er hvort við sem þjóð samþykkjum að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð. Ef svarið er NEI er næst að stöðva það ástand sem ríkir. Þegar það hefur verið gert er hægt að snúa sér að næstu spurningu. Hvernig getum við komið í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmenn séu settir í þá hörmulegu stöðu að þurfa að neita sjúklingum um aðstoð? Ég skora á alla alþingismenn okkar að stöðva þegar í stað með lögum verkfall heilbrigðisstétta. Ég skora á alþingismenn okkar að nota ekki ömurlega stöðu sjúklinga til pólitískra skylminga. Hver og einn alþingismaður verður að svara eftir sinni sannfæringu: Er það leyfilegt að sjúklingum þessa lands sé neitað um aðstoð? Ef niðurstaða Alþingis er að stöðva verkfallið, þarf í sömu samþykkt að vera loforð Alþingis um að innan ákveðinna tímamarka verði fundin leið til að tryggja það að framvegis verði kjör heilbrigðisstétta ákveðin þannig að núverandi ástand geti ekki endurtekið sig. Dæmi um slíkt er hjá öðrum starfsstéttum sem vinna fyrir hið opinbera. Allt sem þarf er viljinn. Með samtakamætti Alþingis er hægt að leysa þetta ömurlega ástand á einum degi. Alþingismenn, sýnið gott fordæmi. Við, sjúklingar þessa lands, erum í neyð. Í guðanna bænum, hjálpið okkur!Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun