FH á flesta aðila í liðinu en með varamannabekknum er Breiðablik með fjóra leikmenn, Valur með fjóra, ÍA með tvo, KR, Fjölnir og ÍBV með einn.
FH-ingar eiga fimm aðila í byrjunarliðinu, Pétur Viðarsson og Jonathan Hendrickx í vörninni og Davíð Þór Viðarsson, Emil Pálsson og Atla Guðnason á miðjunni.
Gunnleifur Gunnleifsson er í liðinu ásamt Kristni Jónssyni og Oliver Sigurjónssyni en Breiðablik fékk aðeins 13 mörk á sig í sumar.
Thomas Guldborg Christiansen, fyrrum leikmaður Vals, er í liðinu þrátt fyrir að hafa aðeins leikið 13 leiki í Pepsi-deildinni en hann í byrjarliðinu ásamt Kristini Frey Sigurðssyni og Patrick Pedersen.
Þá eru framherjarnir sem tóku silfur- og bronsskóinn, Jonathan Glenn og Garðar Gunnlaugsson á bekknum ásamt Skúla Jóni Friðgeirssyni, Bjarna Ólafi Eiríkssyni, Kennie Chopart, Jose Enrique Sito og Árna Snæ Ólafssyni.

Markmaður: Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik
Miðverðir: Pétur Viðarsson, FH og Thomas Guldborg Christensen Valur
Vinstribakvörður: Kristinn Jónsson, Breiðablik
Hægri bakvörður: Jonathan Hendrickx, FH
Miðjumenn: Oliver Sigurjónsson, Breiðablik og Davíð Þór Viðarsson, FH
Holan fyrir framan miðjumenn: Kristinn Freyr Sigurðsson, Val
Hægri vængur: Emil Pálsson, Fjölnir/FH
Vinstri vængur: Atli Guðnason, FH
Framherji: Patrick Pedersen Val
Varamenn:
Árni Snær Ólafsson, ÍA (VM)
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Jonathan Glenn, ÍBV/Breiðablik
Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur
Garðar Gunnlaugsson, ÍA
Kennie Chopart, Fjölnir
Jose Enrique Sito, ÍBV