Kattastuldur í Nátthaga: Brjóstarhaldari númer 34D á meðal sönnunargagna Gissur Sigurðsson skrifar 22. janúar 2015 12:25 Nettvaxin kona líklega potturinn og pannan í málinu. vísir/ólafur/lillý Leit stendur nú yfir að fjórum hreinræktuðum Bengal köttum sem stolið var úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi í gær. Brjóstahaldari númer 34D er á meðal sönnunargagna í málinu. Ekki er enn vitað hvenær þjófarnir létu til skarar skríða þar sem Ólafur Njálsson, eigandi kattanna og ábúandi á Nátthaga var ekki heima og varð þess ekki áskynja fyrr en seint í gærkvöldi. Af ummerkjum telur hann að nettvaxin kona hafi verið potturinn og pannan í málinu. „Fótsporin í snjónum eru eftir kvenmannsfót, númer 38 eða 39. Þessi fótspor eru allt í kringum skemmuna og í átt að bílnum. Þegar við skoðuðum hjólförin þá sáum við að þau hefðu fest bílinn,“ segir Ólafur en hann telur þjófana hafa verið tvo – karl og konu. „Karlinn náði í verkfæri og skóflur og braut hjá mér þrjár skóflur við að moka snjó frá bílnum sínum og koma sér upp á þjóðveg aftur. Á leiðinni upp festu þau sig aftur og þar finn ég snærisbút sem virðist hafa slitnað þannig að það virðast hafa verið tveir bílar og að hinn hafi verið að draga þennan upp,“ segir hann. Snærisbúturinn var þó ekki það eina sem Ólafur fann. „Í hjólförunum fann ég bláan brjóstahaldara í stærð 34D sem hafði rifnað í sundur. Hann hafði verið settur undir annað hjólið og í hinu hjólfarinu voru þunnar bómullarbuxur sem voru gráar með svörtu leopardsmynstri. Löggan tók þessar flíkur með sér þannig að það hefur gengið á ýmsu en þau hafa sjálfsagt sett fötin undir dekkin til að ná gripi,“ segir Ólafur og bætir við að bíllinn sé að öllum líkindum framhjóladrifinn. Ólafur hefur um árabil stundað ræktun á Bengalköttum og metur hann tjónið á um það bil tvær milljónir króna, en hver kettlingur er seldur á 150 þúsund krónur. Bengalkettir eru álíka stórir og venjulegir kettir, en svipa mjög til stórra blettatígra, bæði á trýnið og flekki á feldi. Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Leit stendur nú yfir að fjórum hreinræktuðum Bengal köttum sem stolið var úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi í gær. Brjóstahaldari númer 34D er á meðal sönnunargagna í málinu. Ekki er enn vitað hvenær þjófarnir létu til skarar skríða þar sem Ólafur Njálsson, eigandi kattanna og ábúandi á Nátthaga var ekki heima og varð þess ekki áskynja fyrr en seint í gærkvöldi. Af ummerkjum telur hann að nettvaxin kona hafi verið potturinn og pannan í málinu. „Fótsporin í snjónum eru eftir kvenmannsfót, númer 38 eða 39. Þessi fótspor eru allt í kringum skemmuna og í átt að bílnum. Þegar við skoðuðum hjólförin þá sáum við að þau hefðu fest bílinn,“ segir Ólafur en hann telur þjófana hafa verið tvo – karl og konu. „Karlinn náði í verkfæri og skóflur og braut hjá mér þrjár skóflur við að moka snjó frá bílnum sínum og koma sér upp á þjóðveg aftur. Á leiðinni upp festu þau sig aftur og þar finn ég snærisbút sem virðist hafa slitnað þannig að það virðast hafa verið tveir bílar og að hinn hafi verið að draga þennan upp,“ segir hann. Snærisbúturinn var þó ekki það eina sem Ólafur fann. „Í hjólförunum fann ég bláan brjóstahaldara í stærð 34D sem hafði rifnað í sundur. Hann hafði verið settur undir annað hjólið og í hinu hjólfarinu voru þunnar bómullarbuxur sem voru gráar með svörtu leopardsmynstri. Löggan tók þessar flíkur með sér þannig að það hefur gengið á ýmsu en þau hafa sjálfsagt sett fötin undir dekkin til að ná gripi,“ segir Ólafur og bætir við að bíllinn sé að öllum líkindum framhjóladrifinn. Ólafur hefur um árabil stundað ræktun á Bengalköttum og metur hann tjónið á um það bil tvær milljónir króna, en hver kettlingur er seldur á 150 þúsund krónur. Bengalkettir eru álíka stórir og venjulegir kettir, en svipa mjög til stórra blettatígra, bæði á trýnið og flekki á feldi.
Tengdar fréttir Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis. 22. janúar 2015 07:08