Fótbolti

Viðar á skotskónum í Kína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viðar Örn er kominn með tvö mörk fyrir Jiangsu í þremur leikjum.
Viðar Örn er kominn með tvö mörk fyrir Jiangsu í þremur leikjum. mynd/twitter
Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Jiangsu Guoxin-Sainty þegar liðið steinlá fyrir Shandong Lueng í kínversku ofurdeildinni í dag. Jiangsu er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Shandong var 3-0 yfir í hálfleik í leik dagsins og bætti svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik.

Viðar lagaði stöðuna í 5-1 á 87. mínútu með sínu öðru marki fyrir Jiangsu. Selfyssingurinn skoraði einnig í 1. umferðinni þegar Jiangsu tapaði 2-1 fyrir Shanghai SIPG.

Sölvi Geir Ottesen lék ekki með Jiangsu í dag vegna meiðsla.


Tengdar fréttir

Viðar byrjar vel í Kína

Viðar Örn Kjartansson fer vel af stað með nýja liðinu sínu, Jiangsu Guoxin-Sainty í Kína, en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi fyrir Shangai Sipg í fyrstu umferð kínversku Ofurdeildarinnar í dag.

Sölvi Geir: Svekktur ef ég verð ekki valinn

Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Kasakstan í lok mánaðarins í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016. Sölvi Geir Ottesen hefur verið fastamaður í landsliðshópnum í mörg ár og Viðar Örn Kjartansson komið inn á síðustu mánuðum eftir að hann fór að blómstra í Noregi.

Sölvi: Veit ekkert hvað er að gerast fyrr en túlkurinn mætir

Sölvi Geir Ottesen spilaði sinn fyrsta leik með Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi. Hann segist sjaldan hafa verið betri og ætlar að klára tveggja ára samning hjá liðinu. Líður vel í bakinu og hefur verið meiðslalaus.

Sainty frumsýnir nýju búningana

Það styttist í að kínverska deildin í knattspyrnu hefjist og Íslendingaliðið Jiangsu Sainty frumsýndi nýju búningana í gær.

Viðar Örn spilaði allan leikinn í sigri

Viðar Örn Kjartansson spilaði allan leikinn fyrir Jiangsu Guoxin-Sainty sem vann sinn fyrsta leik í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×