Innlent

Hafnar því að Jóhanna hafi verið á bak við framboðið

Bjarki Ármannsson skrifar
"Þeir sem bera svona fabúleringu á borð gefa þar með líka í skyn að Sigríður Ingibjörg sé strengjabrúða sem fyrrverandi formaður fjarstýrir.“
"Þeir sem bera svona fabúleringu á borð gefa þar með líka í skyn að Sigríður Ingibjörg sé strengjabrúða sem fyrrverandi formaður fjarstýrir.“ Vísir
Jónína Leósdóttir hafnar því að Jóhanna Sigurðardóttir, eiginkona hennar og fyrrverandi forsætisráðherra, hafi haft nokkuð með það að gera að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli Árnasyni í formannskjöri Samfylkingarinnar. Í Morgunblaði gærdagsins er haft eftir ónafngreindum viðmælendum úr röðum flokksins að fingraför Jóhönnu hafi þótt augljós á framboði Sigríðar.

Sigríður Ingibjörg kynnti um mótframboð sitt deginum áður en það fór fram. Sem kunnugt er, bar Árni Páll nauman sigur úr býtum. Sumir hafa furðað sig á ákvörðun Sigríðar og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður flokksins, til að mynda á Facebook-síðu sinni að framboðið hafi verið misráðið.

Sjá einnig: Sigríður Ingibjörg íhugar að hætta

Í fréttaskýringu Morgunblaðsins er sú skoðun viðruð að Jóhanna hafi þrýst á Sigríði Ingibjörgu að bjóða sig fram til þess að velta Árna Páli úr sessi. Haft er eftir „gömlum, reyndum, pólitískum refum“ að Jóhanna hafi talið að fyrst aðeins landsfundarfulltrúar hefðu atkvæðisrétt væri kjörið tækifæri til að „losna við Árna Pál,“ sem tók við af Jóhönnu sem formaður flokksins.

Jónína tjáir sig um þessa umfjöllun Morgunblaðsins í Facebook-færslu sem Jóhanna deilir svo áfram. Hún segir það „rugl“ að Jóhanna hafi staðið að baki framboðinu og kallar greinina „fabúleringu“ og „samsæriskenningu.“

Sjá einnig: Framboð Sigríðar sagt misráðið

„Um kl. 18.55 síðastliðið fimmtudagskvöld sá ég frétt um formannsframboð Sigríðar Ingibjargar á vef RÚV og upplýsti Jóhönnu um þetta, henni til jafnmikillar undrunar og mér,“ skrifar Jónína. „En þegar ég fletti Mogganum á kaffihúsi í gær rakst ég á tæplega heilsíðu grein með samsæriskenningu um að framboðið hefði verið runnið undan rifjum Jóhönnu. Hvílíkt rugl.

Þeir sem bera svona fabúleringu á borð gefa þar með líka í skyn að Sigríður Ingibjörg sé strengjabrúða sem fyrrverandi formaður fjarstýrir. Margur heldur mig sig ...“


Tengdar fréttir

"Ekki ráðlegt að skipta um hest í miðri för“

Árni Páll Árnason sagði Össur Skarphéðinsson hafa tekið sig afsíðis eftir kosningaósigurinn mikla og spurt sig hvort hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti orðið síðasti formaður Samfylkingarinnar.

Árni Páll vann með einu atkvæði

Árni Páll Árnason var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins á Hóteli Sögu nú rétt í þessu.

Mótframboð kom Árna Páli á óvart

Formaður Samfylkingarinnar í fyrsta sinn kosinn á landsfundi í dag. Framboð Sigríðar Ingibjargar kom formanninum á óvart.

Sigríður Ingibjörg í formannsframboð

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir býður sig fram gegn sitjandi formanni Samfylkingarinnar, Árna Páli Árnasyni, á landsfundi flokksins sem hefst í dag. Formannskosningin hefst strax eftir setningarathöfn síðdegis. „Ég á möguleika,“ segir Sigríður.

Sigríður Ingibjörg íhugar að hætta

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segist vera að íhuga stöðu sína í kjölfar harðrar gagnrýni á formannsframboð hennar á landsfundi Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×