Lífið

Það á alltaf að standa með vinum sínum

Sölva fannst Antboy voðalega spennandi og Kára fannst hún jafngóð og parkour og hann elskar parkour.
Sölva fannst Antboy voðalega spennandi og Kára fannst hún jafngóð og parkour og hann elskar parkour. Vísir/Ernir
Hvaða mynd fóruð þið að sjá strákar?

Sölvi og Kári: ANTBOY: Rauða refsinornin.



Hvernig fannst ykkur myndin?

Sölvi: Mér fannst hún mjög góð og vel leikin. Hún var voðalega spennandi og svo voru mjög fyndin atriði í henni. Bardagaatriðin voru líka svakalega flott.

Kári: Mér fannst hún jafn góð og parkour og ég elska parkour.

Hver var skemmtilegastur í myndinni?

Sölvi: Mér fannst Antboy skemmtilegasti karakterinn. Svo var vinur hans Wilhelm líka mjög góður.

Kári: Rauða refsinornin var skemmtileg, það var svo flott hvernig hún gat látið sig hverfa og birtast aftur.

Lærðuð þið eitthvað af þessari mynd?

Sölvi: Já, eins og það að maður á alltaf að vera góður við aðra. Ef þú vilt að aðrir séu góðir við þig, þá verður þú að vera góður. Svo á maður líka alltaf að standa með vinum sínum.

Kári: Til dæmis það að þótt maður sé sterkur, þá getur maður stundum misst kraftinn.

Mynduð þið mæla með þessari mynd við aðra krakka?

Sölvi: Já, alveg pottþétt. Þetta var ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð og ég hlakka til að sjá þriðju myndina um Antboy sem leikstjórinn, Ask Hasselbalch, sagði að yrði tekin upp í sumar. En því miður sagði hann að það yrði síðasta myndin um Antboy. Allir í Bíó Paradís!

Kári: Já, ég ætla sko að segja vinum mínum hvað hún var skemmtileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×