Tiger bjartsýnn fyrir Opna breska 15. júlí 2015 09:00 Tiger undirbýr æfingu á St. Andrews í gær. Getty Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er bjartsýnn á gott gengi á Opna breska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Tiger hefur góðar minningar af þessum sögufræga velli en hann sigraði á honum á Opna breska árið 2000 og 2005. „Mér finnst ég vera að sveifla kylfunni betur þessa dagana,“ sagði Tiger við fréttamenn eftir æfingahring í gær. „Líkaminn á mér hefur jafnað sig alveg eftir aðgerðina sem ég fór í á síðasta ári og það tók aðeins lengri tíma en ég hélt en þessa dagana er ég að komast í mitt besta form. Ég er hérna til þess að reyna að berjast um titilinn enda elska ég þennan golfvöll.“ Tiger leikur með Louis Oosthuizen og Jason Day fyrstu tvo dagana á Opna breska en Jordan Spieth, sem hefur sigrað á báðum risamótum ársins hingað til, leikur með Hideki Matsuyama og Dustin Johnson. Johnson var grátlega nálægt því að sigra á US Open sem fram fór í síðasta mánuði á Chambers Bay en hann þrípúttaði á 18. flöt og færði því Spieth sigurinn á silfurfati. Hann segir að það trufli hann ekki neitt að leika með Spieth á nýjan leik. „Það var sárt að missa þetta svona niður en svona er bara golfið. Ég sé ekki eftir neinu og reyni bara að læra af mistökunum. Núna er ég bara að hugsa um St. Andrews sem er völlur sem mig hlakkar mikið til þess að spila.“ Opna breska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en bein útsending hefst klukkan átta um morguninn.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira