Brynhildur Björnsdóttir kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. september 2015 18:58 Brynhildur Björnsdóttir er nýkjörinn stjórnarformaður flokksins. Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður. Brynhildur S. Björnsdóttir, varaþingkona og gjaldkeri flokksins hlaut kjör stjórnarformanns á ársfundi Bjartar framtíðar sem lauk á fimmta tímanum í dag. Brynhildur hlaut 61% greiddra atkvæða. Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. „Það er skýrt að skilaboðin okkar hafa ekki verið að ná nógu vel í gegn. Við trúum því að við höfum brýnt erindi inn í íslenskt samfélag,“ segir nýkjörinn stjórnarformaður í samtali við Vísi. „Hingað til höfum við verið spéhrædd við að segja frá okkur og hvað við erum að gera. Til dæmis erum við í meirihluta samstarfi í fjórum sveitarfélögum til að mynda og það hafa ýmsir góðir hlutir verið að gerast þar sem við höfum kannski ekki verið að segja nógu mikið frá sem eru áhrif frá okkur og okkar pólitík. Það er eitt verkefni og svo skoða stöðuna inn á við.“ Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Margrét Marteinsdóttir fyrrum formaður, þingflokksformaður og stjórnarformaður gáfu ekki kost á sér aftur. Mikið hefur gustað um flokkinn í sumar eftir að Heiða Kristín Helgadóttir kenndi Guðmundi, þáverandi formanni, um slæmt gengi flokksins. Brynhildur segir það eitt verkefna stjórnarformanns flokksins að fá flokksmenn til að ræða saman en hún segir það hafa komið í ljós síðustu vikur hversu mikilvægt samtalið er. Hún viðurkennir það í fullri einlægni að hún hafi óttast að væringarnar innan flokksins að undanförnu hefðu skaðleg áhrif á flokkinn.Brynhildur Pétursdóttir tekur við sem þingflokksformaður.VísirGuðmundur og Róbert halda áfram með flokknum „En við náðum að komast í gegnum þetta og ég fann það mjög sterkt í dag og á öllum fundinum að við erum að lenda á löppunum. Svo var ótrúlegt að sjá hvernig öll forystan tók ábyrgð; það er sennilega í fyrsta sinn í íslenskri pólitík sem ég sé það. Formaður, þingflokksformaður og stjórnarformaður stigu öll til hliðar þrátt fyrir að þau hefðu ekki þurft þess. Og þau munu halda áfram með okkur, Guðmundur og Róbert allavega. Við höfum hreinsað loftið og nú höldum við bara áfram.“ 122 félagsmenn tóku þátt í kosningunni. Í framboði auk Brynhildar voru Guðlaug Kristjánsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson og Preben Pétursson. Brynhildur Pétursdóttir tekur við sem þingflokksformaður. Að auki var kosið um 40 einstaklinga í 80 manna stjórn Bjartrar framtíðar, en kosið er til tveggja ára í senn. „Metnaðarfull stefna í heilbrigðis- og umhverfismálum var kynnt af málefnahópum og samþykkt á fundinum eftir líflegar og góðar umræður. Að auki var samþykkt lagabreytingatillaga sem lýtur að skipulagi flokksins, um formennsku í framkvæmdastjórn,“ segir í tilkynningu frá flokknum. „Tillaga um að stofnuð verður laganefnd um endurskoðun laga flokksins var samþykkt, sem og tillaga um að stofna ungliðahreyfingu Bjartrar framtíðar. Auk þess voru tvær ályktanir samþykktar, annarsvegar um breytingar á stjórnarskrá og hinsvegar um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Fundinn sóttu um 60 manns. En fundinum var varpað beint á netinu og rafrænar kosningar um helstu málefni.“ Flokksmenn Bjartrar framtíðar fagna nú deginum í Reykjanesbæ þar sem hátíðin Ljósanótt fer fram. Framkvæmdastjóri flokksins, Valgerður Björk Pálsdóttir, bauð hópnum í veislu til sín. „Hér er mikið af knúsum og gleði,“ segir Brynhildur, nýkjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Tengdar fréttir Óttarr Proppé býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar "Ég hef óbilandi tröllatrú á erindi okkar,“ segir Óttarr. 28. ágúst 2015 14:07 Björt framtíð vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum Björt framtíð skorar á stjórnvöld að endurskoða án tafar fyrirætlaðar aðgerðir vegna móttöku fjöldafólks. 29. ágúst 2015 13:11 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Brynhildur S. Björnsdóttir, varaþingkona og gjaldkeri flokksins hlaut kjör stjórnarformanns á ársfundi Bjartar framtíðar sem lauk á fimmta tímanum í dag. Brynhildur hlaut 61% greiddra atkvæða. Óttarr Proppé var sjálfkjörinn formaður eins og kom fram á Vísi fyrr í dag. „Það er skýrt að skilaboðin okkar hafa ekki verið að ná nógu vel í gegn. Við trúum því að við höfum brýnt erindi inn í íslenskt samfélag,“ segir nýkjörinn stjórnarformaður í samtali við Vísi. „Hingað til höfum við verið spéhrædd við að segja frá okkur og hvað við erum að gera. Til dæmis erum við í meirihluta samstarfi í fjórum sveitarfélögum til að mynda og það hafa ýmsir góðir hlutir verið að gerast þar sem við höfum kannski ekki verið að segja nógu mikið frá sem eru áhrif frá okkur og okkar pólitík. Það er eitt verkefni og svo skoða stöðuna inn á við.“ Guðmundur Steingrímsson, Róbert Marshall og Margrét Marteinsdóttir fyrrum formaður, þingflokksformaður og stjórnarformaður gáfu ekki kost á sér aftur. Mikið hefur gustað um flokkinn í sumar eftir að Heiða Kristín Helgadóttir kenndi Guðmundi, þáverandi formanni, um slæmt gengi flokksins. Brynhildur segir það eitt verkefna stjórnarformanns flokksins að fá flokksmenn til að ræða saman en hún segir það hafa komið í ljós síðustu vikur hversu mikilvægt samtalið er. Hún viðurkennir það í fullri einlægni að hún hafi óttast að væringarnar innan flokksins að undanförnu hefðu skaðleg áhrif á flokkinn.Brynhildur Pétursdóttir tekur við sem þingflokksformaður.VísirGuðmundur og Róbert halda áfram með flokknum „En við náðum að komast í gegnum þetta og ég fann það mjög sterkt í dag og á öllum fundinum að við erum að lenda á löppunum. Svo var ótrúlegt að sjá hvernig öll forystan tók ábyrgð; það er sennilega í fyrsta sinn í íslenskri pólitík sem ég sé það. Formaður, þingflokksformaður og stjórnarformaður stigu öll til hliðar þrátt fyrir að þau hefðu ekki þurft þess. Og þau munu halda áfram með okkur, Guðmundur og Róbert allavega. Við höfum hreinsað loftið og nú höldum við bara áfram.“ 122 félagsmenn tóku þátt í kosningunni. Í framboði auk Brynhildar voru Guðlaug Kristjánsdóttir, Matthías Freyr Matthíasson og Preben Pétursson. Brynhildur Pétursdóttir tekur við sem þingflokksformaður. Að auki var kosið um 40 einstaklinga í 80 manna stjórn Bjartrar framtíðar, en kosið er til tveggja ára í senn. „Metnaðarfull stefna í heilbrigðis- og umhverfismálum var kynnt af málefnahópum og samþykkt á fundinum eftir líflegar og góðar umræður. Að auki var samþykkt lagabreytingatillaga sem lýtur að skipulagi flokksins, um formennsku í framkvæmdastjórn,“ segir í tilkynningu frá flokknum. „Tillaga um að stofnuð verður laganefnd um endurskoðun laga flokksins var samþykkt, sem og tillaga um að stofna ungliðahreyfingu Bjartrar framtíðar. Auk þess voru tvær ályktanir samþykktar, annarsvegar um breytingar á stjórnarskrá og hinsvegar um að Ísland taki á móti fleira flóttafólki. Fundinn sóttu um 60 manns. En fundinum var varpað beint á netinu og rafrænar kosningar um helstu málefni.“ Flokksmenn Bjartrar framtíðar fagna nú deginum í Reykjanesbæ þar sem hátíðin Ljósanótt fer fram. Framkvæmdastjóri flokksins, Valgerður Björk Pálsdóttir, bauð hópnum í veislu til sín. „Hér er mikið af knúsum og gleði,“ segir Brynhildur, nýkjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.
Tengdar fréttir Óttarr Proppé býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar "Ég hef óbilandi tröllatrú á erindi okkar,“ segir Óttarr. 28. ágúst 2015 14:07 Björt framtíð vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum Björt framtíð skorar á stjórnvöld að endurskoða án tafar fyrirætlaðar aðgerðir vegna móttöku fjöldafólks. 29. ágúst 2015 13:11 Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Óttarr Proppé býður sig fram til formanns Bjartrar framtíðar "Ég hef óbilandi tröllatrú á erindi okkar,“ segir Óttarr. 28. ágúst 2015 14:07
Björt framtíð vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum Björt framtíð skorar á stjórnvöld að endurskoða án tafar fyrirætlaðar aðgerðir vegna móttöku fjöldafólks. 29. ágúst 2015 13:11
Samfylkingin með sögulega lágt fylgi og Björt framtíð þurrkast út Píratar eru sem fyrr langstærsti stjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum en hann mælist nú með um 36 prósent fylgi. 1. september 2015 19:10