Fótbolti

Dramatískur sigur Sviss | Austurríki komið langleiðina á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Austurríkis og Moldovíu.
Úr leik Austurríkis og Moldovíu. vísir/epa
Öllum leikjum dagsins í undankeppni fyrir Evrópumótið 2016 sem haldið verður í Frakklandi er lokið. Sviss vann dramatískan sigur á Slóveníu og Austurríki og Svartfjallaland unnu einnig góða sigra.

Sviss lenti 2-0 undir, en kom til baka og vann magnaðan sigur. Josip Drmic, framherji Borussia Mönchengladbach, skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. 3-2 lokatölur, en minnkaði muninn í 2-1 á 80. mínútu.

Sviss er því í öðru sætinu með fimmtán stig, en England er á toppnum komið á EM. Eistland er í þriðja sætinu með tíu stig.

Austurríki er komið langleiðina á EM eftir 1-0 sigur á Moldovíu. Zlatko Junuzovic reyndist hetjan á 52. mínútu. Austurríki er á toppnum í riðli G með 19 stig, Svíþjóð í því öðru með tólf og Rússland í þriðja með ellefu.

Svartfjallaland vann svo að lokum 2-0 sigur á Liechtenstein. Þeir eru í fjórða sætinu með átta stig, en Liechtenstein í fimmta með fimm stig.

Úrslit og markaskorarar:

Sviss - Slóvenía 3-2


0-1 Milivoje Novakovic (45.), 0-2 Bostjan Cesar (48.), 1-2 Josip Drmic (80.), 2-2 Valentin Stocker (84.), 3-2 Josip Drmic (90.).

Austurríki - Moldóvía 1-0

1-0 Zlatko Junuzovic (52.).

Svartfjallaland - Liechtenstein 2-0

1-0 Fatos Beciraj (38.), 2-0 Stevan Jovetic (56.).


Tengdar fréttir

Fyrsta tap Slóvaka kom á Spáni

Spánn skaust á topp C-riðils í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2ö16 með 2-0 sigri á Slóvakíu á heimavelli í kvöld.

Öflugur sigur Rússa á Svíum

Fimm leikjum er lokið í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016, en England varð fyrsta þjóðin til að tryggja sig inn á EM fyrir utan gestgjafana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×