Þingflokksformanni Framsóknar líst vel á hugmyndir um tilfærslu starfa Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 14:18 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30