Þingflokksformanni Framsóknar líst vel á hugmyndir um tilfærslu starfa Hjörtur Hjartarson skrifar 4. apríl 2015 14:18 Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Þingflokksformanni Framsóknarflokksins líst vel hugmyndir Landshlutanefndar um að flytja 130 opinber störf til Norðurlands vestra, langflest í Skagafjörðinn. Hún hafnar því að sterk tengsl flokksins við landshlutann komi til með að hafa áhrif þegar ríkisstjórnin fjallar um málið. Skýrsla landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra bíður nú umfjöllunar hjá Ríkisstjórninni en þar er lagt til að 90 störf verði flutt til Norðurlands vestra og um 40 ný störf verði til í landshlutanum. Þórunni Egilsdóttur, formanni þingflokks Framsóknarflokksins líst vel á þessi áform. „Já mér hugnast það bara alveg ljómandi vel. Það þarf að vanda til verka og skoða möguleikana í hverjum landshluta og finna leiðir í því,“ segir hún aðspurð um tillögurnar. Af hverju er fókusinn á Skagafjörðinn? „Þarna var kallað eftir skýrslu og hugmynda heimamanna um það hvernig mætti bæta ástandi eins og það er orðið. Það hefur orðið veruleg fækkun starfa í þessum landshluta, og öðrum landshlutum um allt land. Þannig að þetta eru hugmyndir heimamanna sem á eftir að vinna með,“ segir hún. Fréttablaðið hefur skýrsluna í heild sinni undir höndum en áður hafði verið greint frá því að landshlutanefndin hafði lagt til að höfuðstöðvar RARIK og Landhelgisgæslan yrðu flutt í Skagafjörðinn. Óhætt er að segja að eitt sterkast vígi Framsóknarflokksins sé í kjördæminu. Þórunn segir það hinsvegar engu máli skipta þegar kemur að málum sem þessum. „Það fæ ég ekki séð. Þetta eru bara hugmyndir frá heimamönnum um allt kjördæmið og svo þurfum við að skoða landið í heildinni líka. Þetta þurfum við að skoða í samfellu og einni heild,“ segir hún. Áformum um flutning Fiskistofu til Akureyrar hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars af starfsmönnum stofnunarinnar. Þórunn óttast ekki að hið sama gerist ef af verður áðurnefndum áformum en að sjálfsögðu verði hlustað á allar athugasemdar sem kunna að verða gerðar. „Auðvitað viljum við alltaf hlusta á fólk en ég held við þurfum kannski bara að kynna málin okkar betur og vinna þau kannski á einhvern annan hátt en ég held að þarna hafi verið staðið ágætlega að málum þegar grannt er skoðað og við leggjumst yfir það,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Leggja til að 130 opinber störf flytjist til Norðurlands vestra Skýrsla Landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra var lögð fyrir ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Í tillögum nefndarinnar eru lagðar fram 25 hugmyndir um fjölgun opinberra starfa í landshlutanum. 4. apríl 2015 08:30