Lífið

10 ný lög sem þú ættir að hlusta á í vikunni (3.-9. apríl)

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Unnsteinn Manuel syngur í Retro Stefson.
Unnsteinn Manuel syngur í Retro Stefson. vísir/vilhelm
Serve It Up – Cakes Da Killa

Rapparinn frá New Jersey hefur aldrei verið hræddur við að fara ótroðnar slóðir.



Malaika – Retro Stefsson

Fyrsta lagið af fjórðu plötu sveitarinnar. Var upphaflega samið fyrir Young Karin en hentaði betur fyrir Stefson. 





Headlights – Robin Schulz


Þýski plötusnúðurinn gerði allt vitlaust í fyrra með laginu Prayer In C. Headlights þykir líklegt til afreka þetta sumarið.



To Be Young – Kassasin Street

Fimmmenningar frá Southsea skammt frá Portsmouth. Grípandi gítarstef og viðlög einkenna fyrstu lög sveitarinnar.



Need You Now – Hot Chip

Sjötta plata Hot Chip hefur fengið nafnið Why Make Sense? Þetta er önnur smáskífan af þeirri plötu.



Forest Fires – Axel Flóvent

Húsvíkingnum hefur verið líkt við Justin Vernon, söngvara Bon Iver, og honum bregst ekki bogalistin í þessu lagi.



Buried – Shlohmo 

Önnur plata Shlohmo, Dark Red, kemur út í næstu viku. Buried verður að finna á henni.



2Shy – Shura

Shura lék á Húrra á síðustu Iceland Airwaves-hátíð. 2Shy hefur vakið verðskuldaða athygli.



nO less – SBTRKT

SBTRKT spilaði á Sónar-hátíðinni í Hörpu í febrúar. Hann hefur verið að senda frá sér efni á Soundcloud-síðu sinni.



Eighteen - Dive In

Dive In er hljómsveit frá Glastonbury á Bretlandi. Eighteen er (samkvæmt bestu vitund höfundar) annað lag sveitarinnar en í fyrra kom út smá skífan Let Go. Bæði er lög eru fín. Ekki of flókin og til þess fallin að lyfta manni örlítið upp. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×