Leiðsögumaður um Passíusálmana Magnús Guðmundsson skrifar 4. apríl 2015 11:30 Mörður Árnason íslenskufræðingur er útgefandi og leiðsögumaður í 92. útgáfu Passíusálmanna. Visir/Vilhelm Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“ Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það telst kannski ekki til tíðinda að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar komi út á Íslandi. Passíusálmarnir eru eitt örfárra bókmenntaverka íslenskra höfunda sem samfellt hafa verið til á bókamarkaði frá fyrstu útgáfu. Á næsta ári verða liðin 350 ár frá því að Passíusálmarnir komu fyrst út á Hólum í Hjaltadal en þeir voru fyrst gefnir þar út árið 1666. Nú er komin á markað 92. útgáfa Passíusálmanna og er útgefandi og leiðsögumaður Mörður Árnason íslenskufræðingur. Mörður setur efni sálmanna fram með nýjum hætti og leitast við að leiða lesandann um þetta meistaraverk í sögu íslenskra bókmennta. „Í raun varð þessi útfærsla til á milli mín og Kristjáns B. Jónassonar, útgefanda hjá Crymogeu. Ég átti síðan mjög gott samstarf við Birnu Geirfinnsdóttur bókahönnuð,“ segir Mörður sem unnið hefur að útgáfunni síðasta árið. „Grunnurinn að þessu er að Passíusálmarnir eru auðvitað aðgengilegir og skiljanlegir, sérstaklega stöku vers en þegar horft er á þetta mikla verk í heild verður erfiðara að halda yfirsýn. Sálmarnir eru frá 17. öld sem er orðin okkur nokkuð fjarri og því getur verið gott að fá kannski smá aðstoð. Það er mikilvægt að hafa í huga að heimssýnin og lífsbaráttan var allt önnur en hún er í dag og því reyndi ég að nálgast verkefnið með tvö meginmarkmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að flytja Passíusálmana til okkar tíma með texta og skýringum og í öðru lagi að flytja lesendur til 17. aldar með því að hrífa þá með í ferðalagi um þetta einstaka bókmenntaverk. Ég reyni að gæta þess að flækjast ekki fyrir heldur koma að þessu sem leiðsögumaður. Gefa ábendingar um það sem gæti verið gaman fyrir lesandann að gefa nánari gaum, koma á framfæri ýmsum kenningum og fróðleik en lesandinn á alltaf að ráða för og njóta ferðarinnar. Verkið kann að þykja nýstárlegt en er í raun og veru mjög gamaldags ritstýring. Ég er ekki að róta í ævi skáldsins eða skapgerðareinkennum. Reyni fremur að skýra textann og setja lesandann inn í tíðaranda, Biblíuna, bragfræðina og sitthvað fleira.“Mörður bendir á að kristin trú sé að sjálfsögðu kjarni Passíusálmanna. „En þeir eru ekki eingöngu trúarrit. Þetta eru heimsbókmenntir. Sagan sem greinir frá í sálmunum, sjálf píslarsagan, er ein sú kunnasta í veröldinni og gríðarlega dramatísk. Útleggingar Hallgríms eru frábærar og þarna er að finna einstaklega fallega, ljóðræna kafla sveipaða dulúð. Þarna er líka ýmislegt sem kemur á óvart því það er ákveðinn framandleiki sem sautjánda öldin skapar. Ég býð því lesandanum upp á stutta kafla sem tengjast við stöku sálma um mál og stíl, bragarhætti og persónur. Þarna er til að mynda að finna kafla um Pílatus sem má segja að sé stærsta aukapersónan og kafla um gyðinga og hvort að beri á hugsanlegri andúð í þeirra garð í sálmunum. Þannig að þarna er að finna sitt af hverju tagi fyrir fróðleiksfúsa og ég vona að bókin hjálpi sem flestum til þess að njóta sálmanna betur.“
Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira