Hermenn í fríi yfirbuguðu árásarmanninn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. ágúst 2015 10:20 Anthony Sadler og Alek Skarlatos með medalíur sínar fyrir hetjudáðina. vísir/afp Þremur bandarískum mönnum hefur verið hampað mjög eftir að þeir yfirbuguðu byssumann um borð í franskri lest í gær. Þrír særðust í árásinni en hefðu eflaust orðið mun fleiri hefði mannanna ekki notið við. BBC segir frá. Árásin átti sér stað um borð í hraðlest í Norður-Frakkland á leið frá Amsterdam til Parísar. 26 ára Marokkómaður vopnaður Kalashnikov riffli, hníf, handsprengju og sjálfvirkri skammbyssu hóf að skjóta að farþegum lestarinnar en þurfti að lúta í gras fyrir mönnunum. Tveir mannanna, Spencer Stone og Alek Skartalos, eru úr bandaríska hernum og voru í fríi. Þeir sáu manninn koma og náðu að afvopna hann og halda honum niðri þar til lögregla handtók hann. Vinur þeirra, Anthony Sadler, var einnig með þeim á staðnum og aðstoðaði þá. „Spencer kom fyrstur að honum og tók hann hálstaki,“ segir Skarlatos. „Ég greip í skammbyssuna og kastaði henni í burtu. Síðan náði ég rifflinum og hóf að slá hann í höfuðið með honum. Ég lamdi hann á meðan tók Spencer hann hálstaki þar til það leið yfir manninn.“ Ekki var hægt að ræða við Spencer Stone þar sem árásarmaðurinn náði að stinga hann tvisvar með hnífnum. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að reyna að ná honum niður. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa hrósað mönnunum fyrir vaska framgöngu. „Það liggur í augum uppi að viðbrögð þeirra komu í veg fyrir atburðarrás sem hefði endað á mun verri hátt,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti. Árásarmaðurinn flutti til Frakklands í fyrra frá Spáni en hann hefur lengi verið undir smásjá leyniþjónustunnar í Frakklandi. CNN hefur birt myndband úr lestinni sem Anthony Sadler tók. Myndbandið er hægt að sjá með því að smella hér en varað er við efni þess. Tengdar fréttir Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Þremur bandarískum mönnum hefur verið hampað mjög eftir að þeir yfirbuguðu byssumann um borð í franskri lest í gær. Þrír særðust í árásinni en hefðu eflaust orðið mun fleiri hefði mannanna ekki notið við. BBC segir frá. Árásin átti sér stað um borð í hraðlest í Norður-Frakkland á leið frá Amsterdam til Parísar. 26 ára Marokkómaður vopnaður Kalashnikov riffli, hníf, handsprengju og sjálfvirkri skammbyssu hóf að skjóta að farþegum lestarinnar en þurfti að lúta í gras fyrir mönnunum. Tveir mannanna, Spencer Stone og Alek Skartalos, eru úr bandaríska hernum og voru í fríi. Þeir sáu manninn koma og náðu að afvopna hann og halda honum niðri þar til lögregla handtók hann. Vinur þeirra, Anthony Sadler, var einnig með þeim á staðnum og aðstoðaði þá. „Spencer kom fyrstur að honum og tók hann hálstaki,“ segir Skarlatos. „Ég greip í skammbyssuna og kastaði henni í burtu. Síðan náði ég rifflinum og hóf að slá hann í höfuðið með honum. Ég lamdi hann á meðan tók Spencer hann hálstaki þar til það leið yfir manninn.“ Ekki var hægt að ræða við Spencer Stone þar sem árásarmaðurinn náði að stinga hann tvisvar með hnífnum. Þrátt fyrir það hélt hann áfram að reyna að ná honum niður. Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa hrósað mönnunum fyrir vaska framgöngu. „Það liggur í augum uppi að viðbrögð þeirra komu í veg fyrir atburðarrás sem hefði endað á mun verri hátt,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti. Árásarmaðurinn flutti til Frakklands í fyrra frá Spáni en hann hefur lengi verið undir smásjá leyniþjónustunnar í Frakklandi. CNN hefur birt myndband úr lestinni sem Anthony Sadler tók. Myndbandið er hægt að sjá með því að smella hér en varað er við efni þess.
Tengdar fréttir Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Þrír særðir eftir árás um borð í franskri lest Árásarmaðurinn hafði verið undir smásjá frönsku leyniþjónustunnar og gæti tengst íslamska ríkinu. 21. ágúst 2015 21:37