Vilja að lögreglan geti farið í verkfall Snærós Sindradóttir skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Gerðardómur hefur í tvígang ákveðið kjör lögreglumanna. Hér sjást þeir bíða úrskurðar dómsins árið 2011. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“ Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Landssamband lögreglumanna hefur óskað eftir fundi með öllum flokkum á Alþingi með það að markmiði að stéttin fái verkfallsrétt að nýju. Verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. Sambandið sendi bréf til allra þingflokksformanna á miðvikudag. Í bréfinu segir að í kjaraviðræðum lögreglumanna hafi komið „skýrt fram af hálfu ríkisvaldsins að hann [verkfallsrétturinn] sé ekki til umræðu í tengslum við kjarasamninga lögreglumanna“. Frímann B. Baldursson, varaformaður Landssambands lögreglumanna, segir að samninganefnd ríkisins neiti að ræða verkfallsrétt nema að undangenginni lagabreytingu hjá Alþingi. Frumvarp þess efnis, sem lagt var fram af Eyrúnu Eyþórsdóttur, varaþingmanni Vinstri grænna, á síðasta þingi hlaut ekki afgreiðslu úr allsherjar- og menntamálanefnd þingsins. „Þær leiðir sem hafa staðið okkur til boða í kjarabaráttu hafa ekki verið að skila okkur þeim kjarabótum sem við teljum að hafi verið eðlilegar,“ segir Frímann. Hann segir að rökin gegn verkfallsrétti lögreglumanna, öryggi ríkisins, haldi ekki vatni. „Hinn almenni lögreglumaður myndi væntanlega ekki fara í verkfall. Það væri væntanlega metið hverju sinni hvað væri skilgreint sem öryggisþjónusta fyrir íbúa landsins. Það er fullt af störfum innan lögreglunnar sem klárlega myndu seint vera álitin öryggisstörf.“Frímann Birgir BaldurssonHann segir það skjóta skökku við að lögreglumenn geti ekki farið í verkfall á meðan læknar og hjúkrunarfræðingar geti það. Krafa lögreglumanna sé að Alþingi setji að nýju verkfallsrétt og ósk þeirra er að þverpólitísk samstaða náist um málið. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, styður kröfur lögreglunnar. „Mér finnst fullt tilefni til þess að hlusta á þær raunir sem lögreglumenn hafa lent í síðan verkfallsrétturinn var tekinn af þeim.“ Hann segir það fyrirslátt hjá Samninganefnd ríkisins að ekki sé hægt að semja um verkfallsréttinn nema Alþingi hafi heimilað hann í lögum. „Samninganefnd ríkisins segir þetta um allt. Ég hlusta ekki á þetta. Samninganefnd hefur bara það umboð sem ráðherrann gefur henni.“ „Ég hef rætt þetta við fjármálaráðherra og báða innanríkisráðherrana. Ég hef verið á þessari sveif frá upphafi,“ segir Vilhjálmur. Undir þetta tekur Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar. „Ég held að þetta sé eðlileg krafa af þeirra hálfu. Það er skiljanlegt að þeir séu að horfa til þessa. En auðvitað væri best fyrir þá og samfélagið allt ef það mætti tryggja eðlilegar kjarabætur fyrir lögreglumenn án verkfallsátaka.“
Alþingi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira