Túlkunin er frjálsari núna en áður Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2015 11:00 Fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið, segir Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona. Vísir/GVA Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“ Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Litrík og stór abstraktmálverk setja sterkan svip á anddyri og kaffistofu Tjarnarbíós við Tjarnargötu 12. Þar er Hulda Hlín Magnúsdóttir myndlistarkona búin að koma fyrir nýjustu verkum sínum og ætlar að opna sýningu á þeim í dag. Stutt var fyrir Huldu Hlín að flytja myndirnar því vinnustofan hennar er í risi hússins við Tjarnargötu 40 sem tengist fjölskyldu hennar sterkt, hún er fjórði ættliðurinn sem þar hreiðrar um sig. Stór olíu- eða akrýlmálverk í sterkum litasamsetningum eru aðalviðfangsefni Huldu Hlínar, að eigin sögn. Þó gerir hún alltaf portrett með, en þau eru ekki á þessari sýningu. „Þau eru meiri hliðargrein hjá mér,“ upplýsir hún. Hulda Hlín segir túlkunina frjálsari núna en áður. „Ég er búin að færa mig frá því hlutbundna eins og fígúrum, fjöllum eða öðru landslagi. Nú er formið orðið meira abstrakt þannig að fólk þarf bara að upplifa og lesa sjálft í myndmálið. Titill sýningarinnar er Forum / Torg / Square og Hulda segir það vísa til hins rómverska torgs. Hún lærði málaralist í Flórens, Feneyjum, Bologna og Róm en ólst upp í París, Kaupmannahöfn og Reykjavík, svo áhrifin koma víða að. Hulda Hlín skrifar greinar í myndlistartímarit, hefur haldið námskeið í myndlist, til dæmis í tengslum við barnamenningarhátíð og verið með leiðsögn á listasöfnum, meðal annars fyrir frönsku- og ítölskumælandi gesti. Listakonan verður með opið í Tjarnarbíói til klukkan 23 í kvöld. Spurð hvort hún taki niður sýninguna strax á morgun svarar hún: „Nei, sennilega fær hún að hanga uppi einhverja daga í viðbót þar sem dans- og leiklistarhátíðin er að hefjast og litríkar myndirnar falla ágætlega inn í þá stemningu.“
Menning Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira