Innlent

Opna í skjalageymslu banka

Sigurður Kiernan og Viktor Þórisson, stofnendur GTL.
Sigurður Kiernan og Viktor Þórisson, stofnendur GTL.
Sigurður Kiernan og Viktor Þórisson hafa stofnað fyrirtækið GTL í fyrrverandi skjalageymslu Arion banka og þar áður Búnaðarbankans.

Húsnæðið er á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi. GTL býður upp á geymslur fyrir einstaklinga og fyrirtæki og alls eru tæplega 300 geymslur í húsnæði fyrirtækisins.

,,Við bjóðum upphitaðar geymslur allt árið. Við erum með fullkomið öryggiskerfi, myndavélar og vöktun, enda húsnæðið hannað með tilliti til þess að verið sé að gæta mikilla verðmæta,“ segir Sigurður og bætir við að hver leigjandi komist inn í húsnæðið á öllum tímum sólarhringsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×