Lífið

Sér fegurðina í línoleumdúk og steypubroti

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir Vísir/GVA
Myndlistarkonan Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir opnar í dag sýninguna Yfirborð, þar sem hún sýnir verk úr grófum, iðnaðartengdum hráefnum. „Pælingin var að nota efni sem enginn er að spá í eða finnst neitt sérstök. Það er til dæmis enginn að dást að línoleumdúknum í eldhúsinu hjá þér,“ segir Áslaug.

Hún tekur hversdagsleg efni eins og línoleumdúk, steypubrot og meðal annars er eitt verk úr gólfteppi, líkt og vinsælt er á stigaganga. Úr þessu vann hún veggverk og skúlptúra.  „Mér finnst gaman að taka svona ólík, hversdagsleg efni, para saman og finna fegurðina í þeim,“ segir hún.

Hugmyndin að sýningunni kviknaði þegar hún var í meistaranámi í New York, en verkin hafa skírskotanir í byggingar og borgarumhverfi. "Þar vann ég mikið með pappa og ætli þar sé ekki tengingin við þessi "basic" efni, sem annars eru ekki áhugaverð," segir hun.

Sýningin opnar í dag klukkan 16 í Hverfisgallerí, Hverfisgötu 4.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×