Þegar leikmenn Olympiakos gengu inn á heimavöll Panathinaikos til að skoða aðstæður tóku áhorfendur upp á því að kasta blysum inn á völlinn.
Það fór ekki betur en svo að Alfreð Finnbogason fékk blys í löppina og brá heldur betur í brún. Leikurinn átti að fara fram klukkan 17:30 en honum var frestað vegna ástandsins á vellinum.