Erlent

Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Agent Fresco hefur verið á mikilli Evrópureisu.
Agent Fresco hefur verið á mikilli Evrópureisu. Vísir/Valli
Íslenska hljómsveitin Agent Fresco hefur tilkynnt að ekki verði að fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar rétt fyrir utan Brussel sem fara áttu fram í dag.

Ástæðan er aukin öryggisgæsla en búið er að setja á hæsta viðbúnaðarstig í borginni vegna ótta um yfirvofandi hryðjuverkaáras í ætt við þá sem gerð var á París fyrir rúmri viku.

Í tilkynningu frá sveitinni á Facebook segir að forsvarsmenn La Ferme tónlistarhátíðinni hafi hætt við alla tónleika en Agent Fresco átti að koma fram á hátíðinni. Hjómsveitin hefur spilað vítt og breitt um Evrópu undanfarnar vikur

Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í Brussel í gærkvöldi og hafa yfirvöld í Belgíu varað við alvarlegri og yfirvofandi hryðjuverkahættu. Lestarkerfinu hefur verið lokað og almenningi ráðlagt að halda sig fjarri fjölförnum stöðum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×