Erlent

Rússar herða loftárásir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir nauðsynlegt að auka sókn, svo hægt verði að vinna bug á vígasveitum í landinu.

Rússar fjölguðu orrustuþotum sínum á svæðinu í vikunni, og eru þær nú 69 talsins. Þá hafa fjögur rússnesk herskip herjað á skotmörk frá Kaspíahafi, meðal annars á höfuðvígi Íslamska ríkisins í Idlib og Aleppo héruð í borginni Raqqa. Jafnframt hafa þeir skotið á bæinn Deir al-Zour, sem er á valdi Íslamska ríkisins. Á fjórða tug féllu í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×