Innlent

Lögreglan kölluð út vegna prikveifingar í miðbænum

Bjarki Ármannsson skrifar
Sjálfsmyndastangirnar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir.
Sjálfsmyndastangirnar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Vísir/Getty
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir stuttu útkall um mann sem hagaði sér með dólgslegum hætti í miðborg Reykjavíkur, ef marka má frásögn á Facebook-síðu embættisins. Var manninum lýst sem snoðuðum og með húðflúr og var hann sagður sveifla golfkylfu þannig að vegfarendum stæði styggð af.

Að því er segir í Facebook-færslunni, fór lögregla með hraði á vettvang. Ekki reyndist um golfkylfu að ræða, heldur var maðurinn með myndavél á sjálfsmyndastöng („selfie-stöng“ eða langastöng, eins og tækin eru stundum kölluð) sem hann sveiflaði full mikið.

„Var maðurinn beðinn um að veifa prikinu ekki meir og varð hann sannarlega við því,“ segir í færslunni.

Ekki er allt eins og sýnist í fyrstu. Fyrir nokkru síðan barst lögreglu tilkynning um að maður, snoðaður og með húðflúr,...

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on 24. júlí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×