Erlent

Sjö létust eftir sprengingu í ítalskri flugeldaverksmiðju

Atli Ísleifsson skrifar
Sprengingarnar hafa einnig valdið skógareldum í nágrenni verksmiðjunnar.
Sprengingarnar hafa einnig valdið skógareldum í nágrenni verksmiðjunnar. Vísir/EPA
Að minnsta kosti sjö eru látnir eftir að mikil sprenging varð í flugeldaverksmiðju á Ítalíu fyrr í dag.

Sprengingin varð í höfuðstöðvum flugeldaframleiðandans Bruscella í útjaðri Bari-borgar í suðurhluta landsins.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að mögulegt sé að tala látinna muni hækka enn frekar þegar slökkvilið kemst betur að verksmiðjunni, en gríðarlegur eldur logar enn.

Sprengingarnar hafa einnig valdið skógareldum í nágrenni verksmiðjunnar.

Mikil starfsemi var í verksmiðjunni þar sem sala á flugeldum eykst mikið á sumrin í tengslum við litlar bæjarhátíð sem fram fara í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×