Axel með tveggja högga forskot á Garðavelli Tómas Þór Þóraðrson skrifar 24. júlí 2015 15:59 Axel Bóasson spilaði vel. mynd/gsí Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistari í golfi 2011, er með eitt högg í forskot þegar keppni er hálfnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Axel hefur leikið báða hringina á 69 höggum og er hann -6 samtals. Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem var efstur í gær á -5 lék á +1 í dag og er hann tveimur höggum á eftir Axel líkt og Ragnar Már Garðarsson úr GKG. „Við fengum frábært veður og það var nánast logn hérna á FlórídaSkaganum eins og heimamenn kalla þetta. Völlurinn var góður og það var greinilega búið að vökva flatirnar eins og við óskuðum eftir. Garðavöllur er í geðveiku ástandi. Ég spilað mitt golf og var í sama gírnum og í gær. Ég sló eitt lélegt högg á 17. teig og fékk skolla á þá braut. Annars var þetta allt í góðu og ég er sáttur. Takturinn er góðu í sveiflunni og stöðugleikinn sem ég hef verið að leita að virðist vera til staðar í dag. Púttin eru líka góð – leikáætlunin sem við settum upp fyrir mótið er einnig að virka vel,“ sagði Axel Bóasson úr Keili en hann hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í golfi árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru. „Það vantar helling upp á hjá mér. Ég er að koma mér í mörg 8 metra færi eftir innáhöggin – og það væri gott að getað komið sér nær og fengið fuglana. Ég þarf að vera aðeins ákveðnarnir. Ég byrjaði vel í dag sem var öfugt við það sem ég gerði í gær. Það er fullt af góðum hlutum í gangi en ég þarf að átta mig aðeins betur á flötunum sem eru mjög harðar. Völlurinn er samt sem áður mjög flottur. Markmiðið fyrir næstu daga er það sama og áður - ekki fá skolla og reyna að fá nokkra fugla. Ef ég held mér frá hættunum og fæ ekki skolla þá geta góðir hlutir gerst,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR en hann varð Íslandsmeistari árið 2012 á Hellu. „Það er bara fínt að vera inn í þessu ennþá. Ég er ekkert að spá í hvernig staðan er. Það vantar að nokkur pútt sé að detta hjá mér. Það er gaman að eiga séns og vera í toppbaráttunni - það er eitthvað sem ég á eftir að upplifa,“ sagði Ragnar Már Garðarsson úr GKG. „Þetta var ekki gott og ég byrjaði illa. Ég er ánægður með að vera á einu höggi yfir pari í dag eftir allt saman. Ég náði að skrapa þetta niður í einn yfir og ég tek þetta miðað við hvernig þetta var komið eftir fjórar holur. Það verður spennandi golf framundan hérna næstu tvo daga og ég hvet áhorfendur til þess að fjölmenna á Garðavöll og sjá flott golf,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson úr GR. Staðan í karlaflokki þessa stundina: 1. Axel Bóasson, GK 138 högg (69-69) -6 2.-3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 140 högg (70-70) -4 2.-3. Þórður Rafn Gissurarson, GR 140 högg (67-73) -4 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 143 högg (75-68) -1 5. Aron Snær Júlíusson, GKG 143 högg (74-69) 143 -1 6. Ólafur Björn Loftsson, GKG 143 högg (72-71) 143 (-1) 7. Haraldur Franklín Magnús, GR 144 högg (71-73) par Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Axel Bóasson úr Keili, Íslandsmeistari í golfi 2011, er með eitt högg í forskot þegar keppni er hálfnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi. Axel hefur leikið báða hringina á 69 höggum og er hann -6 samtals. Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem var efstur í gær á -5 lék á +1 í dag og er hann tveimur höggum á eftir Axel líkt og Ragnar Már Garðarsson úr GKG. „Við fengum frábært veður og það var nánast logn hérna á FlórídaSkaganum eins og heimamenn kalla þetta. Völlurinn var góður og það var greinilega búið að vökva flatirnar eins og við óskuðum eftir. Garðavöllur er í geðveiku ástandi. Ég spilað mitt golf og var í sama gírnum og í gær. Ég sló eitt lélegt högg á 17. teig og fékk skolla á þá braut. Annars var þetta allt í góðu og ég er sáttur. Takturinn er góðu í sveiflunni og stöðugleikinn sem ég hef verið að leita að virðist vera til staðar í dag. Púttin eru líka góð – leikáætlunin sem við settum upp fyrir mótið er einnig að virka vel,“ sagði Axel Bóasson úr Keili en hann hefur einu sinni sigrað á Íslandsmótinu í golfi árið 2011 á Hólmsvelli í Leiru. „Það vantar helling upp á hjá mér. Ég er að koma mér í mörg 8 metra færi eftir innáhöggin – og það væri gott að getað komið sér nær og fengið fuglana. Ég þarf að vera aðeins ákveðnarnir. Ég byrjaði vel í dag sem var öfugt við það sem ég gerði í gær. Það er fullt af góðum hlutum í gangi en ég þarf að átta mig aðeins betur á flötunum sem eru mjög harðar. Völlurinn er samt sem áður mjög flottur. Markmiðið fyrir næstu daga er það sama og áður - ekki fá skolla og reyna að fá nokkra fugla. Ef ég held mér frá hættunum og fæ ekki skolla þá geta góðir hlutir gerst,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR en hann varð Íslandsmeistari árið 2012 á Hellu. „Það er bara fínt að vera inn í þessu ennþá. Ég er ekkert að spá í hvernig staðan er. Það vantar að nokkur pútt sé að detta hjá mér. Það er gaman að eiga séns og vera í toppbaráttunni - það er eitthvað sem ég á eftir að upplifa,“ sagði Ragnar Már Garðarsson úr GKG. „Þetta var ekki gott og ég byrjaði illa. Ég er ánægður með að vera á einu höggi yfir pari í dag eftir allt saman. Ég náði að skrapa þetta niður í einn yfir og ég tek þetta miðað við hvernig þetta var komið eftir fjórar holur. Það verður spennandi golf framundan hérna næstu tvo daga og ég hvet áhorfendur til þess að fjölmenna á Garðavöll og sjá flott golf,“ sagði Þórður Rafn Gissurarson úr GR. Staðan í karlaflokki þessa stundina: 1. Axel Bóasson, GK 138 högg (69-69) -6 2.-3. Ragnar Már Garðarsson, GKG 140 högg (70-70) -4 2.-3. Þórður Rafn Gissurarson, GR 140 högg (67-73) -4 4. Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR 143 högg (75-68) -1 5. Aron Snær Júlíusson, GKG 143 högg (74-69) 143 -1 6. Ólafur Björn Loftsson, GKG 143 högg (72-71) 143 (-1) 7. Haraldur Franklín Magnús, GR 144 högg (71-73) par
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira