Erlent

Sést kasta tveggja ára drengnum um hoppukastala

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á myndbandinu sést hvernig drengurinn lendir harkalega svo að háls hans sveiflaðist til.
Á myndbandinu sést hvernig drengurinn lendir harkalega svo að háls hans sveiflaðist til. Vísir
Myndskeið hefur litið dagsins ljós þar sem sjá má Courtney Stewart, sem rataði í fréttirnar fyrr í vikunni fyrir að setja tveggja ára dreng með Downs-heilkenni inni í þvottavél, kasta téðum dreng um hoppukastala.

Rétt er að vara við myndbandinu sem má sjá hér að neðan.

Hin 21 árs gamla Stewart sést sleppa drengnum á bakið í hoppukastalanum úr töluverðri hæð þannig að höfuð hans kastast aftur. Þegar sá tveggja ára reynir að skríða í burtu grípur Stewart í fót hans og dregur hann um gólf kastalans. Myndbandið kom fram á sjónarsviðið eftir að konan var tilkynnt til lögreglu fyrir að hafa birt mynd af tveggja ára drengnum í þvottavél þar sem hún hélt hurði vélarinnar lokaðri. Það er tekið í maí síðastliðnum. Sá sem veldur myndavélinni í myndbandinu sagði í samtali við The Daily Record að það hafi verið erfitt að horfa upp á framgöngu konunnar. Hún hafi kastað drengnum úr axlarhæð og þegar hann lenti hafi heyrst óhugnanlegt hljóð. „Þá skríður hann í burtu áður en hún grípur í ökklann á honum. Það var ótrúlegt að horfa á hann dreginn á ökklanum svona. Litli drengurinn hefði getað slasast við lendinguna ef marka má hvernig hálsinn á honum sveiflast til. Eitthvað verður að gera í þessu.“ Það voru nágrannar konunnar í bænum Erskine í Skotlandi sem tilkynntu fyrst um meðferð Stewart á drengnum í tengslum við myndbirtingar hennar á Facebook. Tveir lögreglumenn komu á heimili hennar og var henni sleppt að loknum yfirheyrslum. Hún hefur ekki verið kærð fyrir athæfið en síðan þá hefur verið ráðist á Courtney Stewart á götum úti.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×