Erlent

Jarðskjálfti upp á 5,2 stig undan strönd Ródos

Atli Ísleifsson skrifar
Frá grísku eyjunni Ródos.
Frá grísku eyjunni Ródos. Vísir/Getty
Jarðskjálfti, 5,2 stig að stærð, var um 126 kílómetrum vestur af grísku eyjunni Ródos í morgun.

Skjálftinn varð á 142 kílómetra dýpi. Enn hafa engar fregnir borist af manntjóni eða skemmdum á eignum.

Fjöldi skjálfta hafa riðið yfir Ródos í gegnum tíðina. Sá stærsti varð árið 226 fyrir Krist sem eyðilagði styttuna af Apollon Helíos, einu af sjö undrum veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×