Erlent

Skotárás í kvikmyndahúsi í Bandaríkjunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Að minnsta kosti þrír biðu bana og sjö særðust í skotárás í kvikmyndahúsi í Lafayette í Lousiana-ríki í Bandaríkjunum í nótt. Byssumaðurinn, karlmaður á sextugsaldri, skaut sjálfan sig síðan til bana. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu.

Um eitt hundrað manns voru í salnum þegar maðurinn hóf skothríðina, en þá voru tæpar tuttugu mínútur liðnar af kvikmyndinni Trainwreck. Mikil skelfing greip um sig og hafa sýningargestir lýst aðstæðum sem hræðilegum.

Einungis þrjú ár eru síðan tólf voru skotnir til bana og sjötíu særðir í annarri skotárás í Denver í Colorado-ríki. Árásarmaðurinn, James Holmes, á yfir höfði sér dauðarefsingu en refsing yfir honum verðuð ákvörðuð á næstunni.

Aðalleikkona kvikmyndarinnar Amy Schumer, hefur sent íbúum Louisiana samúðarkveðjur á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×