Forstjóri Bankasýslunnar varar við frumvarpi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 19:40 Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Forstjóri Bankasýslu ríkisins gagnrýnir frumvarp fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður og færa verkefni hennar undir fjármálaráðuneytið harðlega. Víða séu rangfærslur í greinagerð frumvarpsins og með því aukist líkur á pólitískum afskiptum af umsýslu með á annað hundrað milljarða eign ríkisins í fjármálastofnunum. Markmiðið með stofnun Bankasýslu ríkisins haustið 2009 var að færa umsýslu gríðarlegra hagsmuna ríkisins í bankastofnunum armlengd frá hinu pólitíska valdi. En með frumvarpi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að leggja Bankasýsluna niður yrði þessi umsýsla alfarið færð undir ráðherrann og meirihlutann á Alþingi. Í umsögn Bankasýslunnar um frumvarp fjármálaráðherra segir m.a.: „Bankasýsla ríkisins telur frumvarpið fela í sér varhugaverða stefnubreytingu.“ „Verði frumvarpið að lögum verður horfið frá umsýslufyrirkomulagi eignarhluta í viðskiptabönkum, sem er sambærilegt því sem nú er við lýði í öðrum Evrópulöndum, yfir í fyrirkomulag sem ekki virðast fordæmi um.“ „...mun einn og sami ráðherra hafa með höndum stefnumótun, yfirstjórn eftirlits á fjármálamarkaði og umsýslu eignarhalds í fjölmörgum fjármálafyrirtækjum.“ Þá segir að fyrir stofnun Bankasýslunnar árið 2009 hafi eignarhlutverk ríkisins í fjármálastofnunum verið hjá fjármálaráðuneytinu en eftirlitshlutverkið hjá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Nú sé meiningin að flytja bæði þessi hlutverk í fjármálaráðuneytið. „Er því ríkari hætta en áður á hagsmunaárekstrum á milli eftirlitshlutverks ríkisins og eigandahlutverks þess,“ - segir í umsögn Bankasýslunnar. Þá má víða finna athugasemdir um að ráðuneytið fari rangt með staðreyndir í greinargerð með frumvarpinu. „Það er rangt hjá ráðuneytinu að frumvarpið muni styrkja hið miðlæga skipulag sem OECD leggur til varðandi eignarhald á hlutabréfum í eigu ríkisins,“ segir í umsögninni svo dæmi sé tekið. Þá má skilja á umsögninni að Steingrím J. Sigfússon þáverandi fjármálaráðherra hafi skort lagaheimild þegar hlutur ríkisins í Arion og Íslandsbanka var framseldur til slitabúa gömlu bankanna. Steingrímur segir það hafa verið og sé enn skoðun fjármálaráuneytisins að ekki hafi verið um eiginlega sölu á hlut sem ríkið hafi verið búið að fjármagna að ræða. Ríkisendurskoðun hafi hins vegar á sama tíma bent á að lagasetningu þyrfti fyrir framsali hlutarins í bönkunum. „Menn einfaldlega tóku fullt mark á þeim ábendingum að það væri tryggara að valda þetta með sérstakri lagaheimild. Þessa ráðstöfun, þessa niðurstöðu samningaviðræðnanna og það var gert. Þannig að Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust þennan gjörning í desember 2009,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.Hér má sjá umsögn forstjóra Bankasýslunnar í heild sinni.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira