Stjórnarandstaðan gagnrýnir agaleysi í ríkisfjármálum Heimir Már Pétursson skrifar 28. maí 2015 15:10 Oddný Harðardóttir. Stjórnarandstaðan segir skyndiákvarðanir einstakra ráðherra um lögnu fyrirsjáanleg fjárútlát einkenna störf ríkisstjórnarinnar. vísir/stefán Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tveir fyrrverandi fjármálaráðherrar gagnrýndu agaleysi og lausung í ríkisfjármálum á Alþingi í morgun. Ríkisstjórnin gripi til skyndiákvarðana um tæplega þriggja milljarða fjárveitinga til verkefna sem hægt hefði verið að gera ráð fyrir í fjárlögum. Þá væri umfangsmikil samgönguáætlun til fjögurra ára kynnt á lokadögum þings. Þingmenn gerðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar um aukafjárveitingar til ferðamannastaða og vegagerðar upp á tæpa þrjá milljarða nú á lokadögum þingsins að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í dag. Róbert Marshall þingflokksformaður Bjartrar framtíðar talaði um rassvasabókhald í þessum efnum. Það væri einnig undarlegt að leggja fram þingsályktun um samgönguáætlun til fjögurra ára á lokadögum þings. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar talaði um agaleysi. „Agaleysi í ríkisfjármálum, skortur á langtímaáætlunum og skammsýni hefur slæmar afleiðingar bæði fyrir fólk og fyrirtæki í lanindu,“ segir Oddný. Skortur á vandaðri stefnumótun einkenni störf núverandi ráðherra og ljóst að fjárlög þessa árs muni ekki ganga eftir. „Og nýlegasta vísbendingin var kynnt í fjárlaganefnd í gær. Í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir 145 milljónum króna í í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þótt hver maður hafi séð þegar stjórnarmeirihlutinn samþykkti fjárlög að það myndi ekki duga nema fyrir örfáuum verkefnum,“ segir Oddný. Nú sé tilkynnt að bæta eigi 850 milljónum í uppbyggingu ferðamannastaða og 1,8 milljörðum í viðhald vega á þessu ári. Minnihlutinn hafi lagt þetta til við fjárlagagerðina sjálfa í desember en það hafi verið fellt. Skammtímahugsun ríkisstjórnarinnar muni hafa aukinn kostnað í för með sér. Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Vinstri grænna tók undir þessa gagnrýni Oddnýjar. Legið hafi fyrir við fjárlagagerð að fjármunir til þessara mála væru ófullnægjandi. Steingrímur sagði ríkisstjórnina deila fjármunum á einstök verkefni án aðkomu Alþingis og spurði Vigdísi Hauksdóttur formann fjárlaganefndar hvort hún í teldi þetta góð vinnubrögð. „Hvernig rímar þetta við markmiðinn um að bæta stjórnsýslu og aga vinnubrögð samkvæmt frumvarpi um opinber fjármál sem er einmitt hér til meðhöndlunar í þinginu,“ spurði Steingrímur formann fjárlaganefndar. Vigdís sagði ríkisstjórnina forgangsraða í þágu innviða og fjölmargir ferðamannastaðir lægju undir skemmdum. Þessar fjárveitingar væru nauðsynlegar eftir að frumvarp um náttúrupassa náði ekki fram að ganga. Þá bæri að fagna auknum framlögum til vegagerðar. „Því ástandið á vegakerfi landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum. Því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli annarrar og þriðju umræðu hér í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir," segir Vigdís Hauksdóttir.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira