Prófessor segir orð forsetans hafa leitt til sundrungar á meðal þjóðarinnar Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. nóvember 2015 12:00 Ólafur Ragnar hefur sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Vísir/Anton Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“ Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópumálum, segir að ummæli forseta Íslands í kjölfar hryðjuverkanna í París á dögunum hafi frekar leitt til sundrungar á meðal íslensku þjóðarinnar en sameiningar. Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur í kjölfar árásanna þar sem um 130 létu lífið og hundruð særðust, sagt að Íslendingar þurfi nú að horfast í augu við að innan raða öfgafullra múslima sé hópur sem sé tilbúinn til að drepa þá sem ekki gangist undir lífsýn hans. Baldur veltir því upp hvort Ólafur Ragnar ætli sér að bjóða fram að nýju.Vísir/Valli Forsetinn hefur einnig vísað til orða forsætisráðherra Svía sem sagði að þar á bæ hafi menn mögulega verið barnalegir gagnvart ógninni frá öfgamönnum. Þá geldur hann varhug við tilraunum Sádí Araba um að styrkja félög múslima hér á landi fjárhagslega og hann hefur einnig velt því upp hvort Ísland eigi að vera áfram inn í Schengen. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar. Og á stundum sem þessum hljótum við að velta fyrir okkur hlutverki forsetaembættisins,“ segir Baldur. Hann segir að orð forsetans hafi fallið í mjög grýttan jarðveg og leitt til mikillar umræðu í samfélaginu. „Margir eru ekki sáttir við þau og það er þá spurningin: er það þetta sem við þurfum á að halda frekar en samstöðu og samvinnu og lausnum á því hvernig við verjumst á sem skipulagðasta og besta hátt hugsanlegri hryðjuverkaógn,“ segir Baldur.Lögreglan í Frakklandi réðist til atlögu gegn öfgahópum á 150 stöðum víðsvegar um landið í kjölfar árásanna í París.Vísir/AFPÍ pistli á Facebook í gær velti Baldur því upp hvort þessi orðræða forsetans sé merki um að hann ætli sér að bjóða fram að nýju í næstu forsetakosningum. „Þess vegna held ég það megi velta því upp hvort hann sé að nota tækifærið núna og það er náttúrulega einfaldasta lausnin fyrir stjórnmálamenn að nota svona einfalda og beinskeytta orðræðu til þess að ná fjöldafylgi,“ segir hann. Ólafur Ragnar hefur einnig sagt að Schengen landamærakerfið hafi brugðist í aðdraganda árásanna og að eðlilegt sé að Íslendingar velti áframhaldandi þátttöku í því fyrir sér. „Það er mikið rætt um Schengen og lögreglusamstarf um alla Evrópu en þar tala flestir, ef ekki allir, ráðamenn á þeim nótum að mikilvægt sé að stuðla að aukinni samvinnu lögreglunnar innan Schengen,“ segir Baldur. „Það er athyglisvert í ljósi þessara voðaverka að það skuli vera helstu viðbrögð íslenskra ráðamanna sem vekja athygli erlendis að draga úr samvinnu lögregluyfirvalda í Evrópu en ekki auka hana.“
Tengdar fréttir Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Skemmdarverk unnin á menningarmiðstöðinni Imaninn telur krot á veggi, þak og glugga Ýmishússins tengjast vaxandi hatursáróðri gegn múslimum á Íslandi. 23. nóvember 2015 11:08