Erlent

Obama hvetur Breta til að halda sig í ESB

Bjarki Ármannsson skrifar
Obama segir veru Bretlands í ESB styrkja trú Bandaríkjamanna á sambandi þjóðanna tveggja.
Obama segir veru Bretlands í ESB styrkja trú Bandaríkjamanna á sambandi þjóðanna tveggja. Vísir/AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bretar megi ekki draga sig úr Evrópusambandinu (ESB), vilji þeir áfram hafa áhrif á alþjóðavettvangi.

Þetta kom fram í viðtali BBC við forsetann. Þar segir hann veru Bretlands í ESB styrkja trú Bandaríkjamanna á sambandi þjóðanna tveggja. Hann hrósaði sambandinu jafnframt fyrir að efla öryggi og velmegun í heiminum.

Í viðtalinu kom einnig fram að Obama, sem á eitt og hálft ár eftir af kjörtímabili sínu, er helst vonsvikinn yfir því að hafa ekki komið í gegn „skynsamri“ löggjöf um sölu skotvopna í Bandaríkjunum í forsetatíð sinni.

„Þetta er þrátt fyrir síendurtekin fjöldamorð,“ sagði Obama. „Innan við hundrað Bandaríkjamenn hafa fallið í hryðjuverkum frá árásunum þann 11. september en tugir þúsunda hafa fallið í skotárásum.“


Tengdar fréttir

Kosningar um aðildina að ESB

Bretadrottning flutti í gær stefnuræðu Camerons. Meðal helstu mála má nefna þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, aukin völd til Skotlands, Wales og Norður-Írlands og auknar heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með farsímanotkun fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×