Erlent

Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir

Atli Ísleifsson skrifar
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Vísir/AFP
Svíþjóðardemókratar mælast með 23,3 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun og er því orðinn næststærsti flokkur Svíþjóðar.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Sentio sem gerð var fyrir Nyheter Idag.

Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn mælist stærri en borgaralegi flokkurinn Moderaterna sem nýtur stuðnings 20,8 prósent kjósenda.

Svíþjóðardemókratar eiga ekki langt í land að verða stærstur, en Jafnaðarmannaflokkurinn mælist með 24,1 prósent fylgi.

Leiðtogar Svíþjóðardemókrata hafa sagt að flokkurinn stefni ótrauður á að verða stærsti flokkur landsins.

Vinstriflokkurinn, Græningjar og Miðflokkurinn mælast allir með rúmlega sex prósenta fylgi, Þjóðarflokkurinn rúmlega fjögurra prósenta fylgi og Kristilegir demókratar 3,1 prósenta fylgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×