Erlent

Átján létust eftir árekstur skipa á Níl

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Aðstandendur bíða á bökkum Nílar í morgun.
Aðstandendur bíða á bökkum Nílar í morgun. Vísir/AFP
Að minnsta kosti átján létust, þar á meðal tvö börn þegar flutningaskip sigldi á farþegaferju á ánni Níl, norður af Kaíró, í Egyptalandi í dag.

Skipstjóri flutningaskipsins hefur verið handtekinn en talsverð skipaumferð var á ánni vegna Ramadan, föstuloka múslima.

Slys sem þessi eru þó afar tíð á Níl og við strendur Egyptalands. Ferjan var leigð af fjölskyldu og vinum ungs pars til að fagna trúlofun þeirra þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×