Erlent

Portúgalir samþykkja hertari reglur varðandi fóstureyðingar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í apríl 2007 en þar sem þátttaka var dræm var hún ógild.
Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í apríl 2007 en þar sem þátttaka var dræm var hún ógild. Vísir/AFP
Portúgalska þingið samþykkti í gær frumvarp um hertari reglur tengdar fóstureyðingum. Konur þurfa nú að fara í gegnum strangt ferli áður en fóstrinu má eyða auk þess sem þær þurfa að greiða fyrir það sjálfar.

Mikill hiti var í þingmönnum og viðstöddum þegar umræður um málið fóru fram á þinginu.

Lög sem heimila fóstureyðingar tóku gildi í Portúgal í júlí 2007. Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um lögin í apríl sama ár en þar sem þátttaka var dræm var hún ógild.

Engu að síður tóku stjórnvöld tillit til úrslita kosninganna þar sem meirihluti vildi aflétta banninu. Áður gátu portúgalskar konur átt yfir höfði sér fangelsisvist fyrir fóstureyðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×