Erlent

Mikið mannfall í sprengjuárásum í Nígeríu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa borið ábyrgð á fjölda sprengjuárása í Nígeríu og nágrannaríkjum þess síðustu árin.
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa borið ábyrgð á fjölda sprengjuárása í Nígeríu og nágrannaríkjum þess síðustu árin. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 29 manns létust og tugir særðust í tveimur sprengjuárásum í nígersku borginni Gombe í gærkvöldi.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en talið er nær fullvíst að hryðjuverkasamtökin Boko Haram standi baki henni.

Sprengjurnar sprungu á fjölfarinni götu í miðborginni í gær en önnur árás var gerð á svipuðum slóðum í síðustu viku þar sem 49 biðu bana.

Boko Haram hefur látið mikið að sér kveða í Nígeríu frá árinu 2009 en meðlimir hópsins vilja koma á íslömsku ríkinu í landinu og berjast gegn allri vestrænni menntun. Þeir hafa orðið tugum þúsunda að bana í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×