Erlent

Um hundrað hálfnaktir „Spartverjar“ handteknir í Peking

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir voru handteknir eftir að neitað að fara að fyrirmælum lögreglu.
Mennirnir voru handteknir eftir að neitað að fara að fyrirmælum lögreglu. Mynd/Facebook
Lögregla í kínversku höfuðborginni Peking handtók í gær um hundrað hálfnakta, útlenska karlmenn sem klæddir voru sem spartverskir stríðsmenn. Voru mennirnir handteknir fyrir að hafa verið með „óspektir á almannafæri“.

Erlendir fjölmiðlar greina frá því að mennirnir hafi verið að auglýsa salatrétt fyrir veitingastað í borginni.

Mennirnir gengu um fjölmennustu hverfin í austurhluta Peking, þar á meðal Guomao og Sanlitun, þar sem fjölmargir vegfarendur tók af mynd af sér með stríðsmönnunum.

Gamanið stóð þó ekki lengi því lögregla var kölluð til þar sem svo þótti að menninir sköpuðu ringulreið á götum borgarinnar. Mennirnir voru handteknir eftir að hafa neitað að fara að fyrirmælum lögreglu.

Í frétt CCTVNews kemur fram að ekki liggi fyrir hvort mönnunum hafi verið sleppt eða hvort þeir eigi yfir höfði sér ákæru.

Half-naked foreigners controlled by police after causing sensation A group of half-naked foreigners dressed as Spartan...

Posted by CCTVNews on Wednesday, 22 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×