Erlent

Tekið vel á móti Obama í Kenía

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Rútubílstjóri í Nairóbí skreytti rútu sína meðal annars með myndum af forsetum Bandaríkjanna.
Rútubílstjóri í Nairóbí skreytti rútu sína meðal annars með myndum af forsetum Bandaríkjanna. Nodicphotos/afp
Solomon Murimia, rútubílstjóri í Nairóbí í Kenía, hefur skreytt rútu sína með teikningu af Barck Obama, forseta Bandaríkjanna, Abraham Lincoln, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og Marthin Luther King, baráttumanni og leiðtoga Afrískættaðra Bandaríkjamanna.

Þetta gerði Murimia í tilefni þess að Obama hyggur á ferðalag til Kenía síðar í þessum mánuði.

Verður þetta í fyrsta skipti sem Obama heimsækir föðurland sitt, en faðir hans er fæddur og upp alinn þar en bjó í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×