Fótbolti

Kolbeinn orðinn leikmaður Nantes

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða Nantes
Franska úrvalsdeildarfélagið Nantes hefur staðfest að Kolbeinn Sigþórsson sé orðinn leikmaður félagsins. Íslenski landsliðsframherjinn skrifaði undir fimm ára samning við Nantes.

Hinn 25 ára Kolbeinn kemur frá hollenska liðinu Ajax þar sem hann hefur verið undanfarin fjögur ár. Þar áður var hann í fjögur ár hjá AZ Alkmaar en Kolbeinn var einungis sautján ára gamall þegar hann hélt í atvinnumennsku.

Hjá Ajax varð hann þrefaldur hollenskur meistari en hann átti eftir eitt ár af samningi sínum við félagið. Kaupverðið er óuppgefið en talið er að Nantes greiði Ajax um þrjár milljónir evra fyrir Kolbein, jafnvirði 440 milljóna króna.

„Ég var orðinn óþreyjufullur eftir því að ganga frá málinu. Mér líkar vel við félagið og framtíðarsýn þess, ástríðu stuðningsmannanna og hversu fjölskylduvænt félagið er. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.


Tengdar fréttir

Kolbeinn fer í læknisskoðun í dag

Samkvæmt frönskum miðlum mun Kolbeinn Sigþórsson gangast undir læknisskoðun hjá franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×