Umfjöllun, myndir og viðtöl: Víkingur - Koper 0-1 | Bitlausir Víkingar sjálfum sér verstir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2015 13:44 Víkingar náðu ekki hagstæðum úrslitum úr fyrsta Evrópuleiknum í 23 ár. Vísir/Andri Marinó Víkingur á erfiðan leik fyrir höndum í Slóveníu í næstu viku eftir 1-0 tap gegn FC Koper í Víkinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Víkings í Evrópukeppni síðan 1992 og því eftirvæntingin mikil í Fossvoginum. Niðurstaðan var því svekkjandi fyrir Víkinga sem halda þrátt fyrir allt í þá von að halda lífi í Evrópuævintýri félagsins.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Víkinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Víkingar voru sprækari aðilinn í markalausum fyrri hálfleik og áttu til að mynda skot í slá. Gestirnir áttu meira í síðari hálfleiknum og uppskáru mark þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Thomas Nielsen varði tvívegis mjög vel í leiknum en hann kom engum vörnum við þegar bakvörðurinn Matej Pucko dúndraði boltanum í markið með föstu skoti utan teigs í kjölfar hornspyrnu. Víkingar börðust hetjulega í kvöld en það vantaði þó nokkuð upp á þegar uppi var staðið. Þeim var refsað fyrir að nýta sér ekki góðan fyrri hálfleik en heimamönnum gekk illa að skapa sér almennilegt færi úr opnu spili. Koper, sem spilaði með þrjá miðverði og tvo djúpa miðjumenn, virtist sátt við að verjast, sækja hratt fram og ógna úr föstum leikatriðum. Upplegg gestanna gekk upp í kvöld. Það var vitað fyrir leik að það yrði erfitt að sækja gegn varnarmúr Koper og það kom á daginn. Engu að síður voru Víkingar sprækir í fyrri hálfleik þar til að kom að síðasta þriðjungi vallarins. Þar vantaði herlsumuninn í síðustu sendingunni til að skapa alvöru usla við mark gestanna. Slóvenarnir ógnuðu með hröðum upphlaupum og föstum leikatriðum. Koper fékk átta hornspyrnur í leiknum og Josep Ivancic, stór og stæðilegur sóknarmaður, fékk frábært skallafæri eftir eina slíka á 20. mínútu sem Nielsen varði vel. Ivancic lagði svo upp tvö skotfæri fyrir Ivica Guberac í síðari hálfleik. Það fyrra varði Nielsen vel en í hitt skiptið skaut hann framhjá. Færin sem Víkingar sköpuðu sér voru ekki jafn góð. Igor Taskovic átti reyndar tvö lúmsk skot í leiknum en hvorugt hitti markrammann. Þá átti Ívar Örn Jónsson skot í samskeytin úr aukaspyrnu í upphafi leiksins. Annars reyndi lítið sem ekkert á markvörð Koper í leiknum sem þurfti raunar ekki að verja eitt einasta skot frá Víkingum í kvöld. Leikmenn Koper eru flestir stórir og sterkir og fóru langt á styrk sínum í kvöld. En það dró af þeim eftir því sem leið á leikinn og því var það sérstaklega svekkjandi fyrir Víkinga að hafa fengið á sig mark úr föstu leikatriði þegar það var svo stutt til leiksloka. Víkingar reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum að ógna marki gestanna sem voru hæstánægðir með að verja 1-0 forystu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Ljóst er að verkefni Víkinga verður erfitt þá en það gæti riðlað varnarskipulagi Slóvenanna ef Víkingum tekst að skora, sérstaklega ef það gerist snemma í leiknum. En til þess þurfa þeir röndóttu að sýna mun meiri ákefð fyrir framan mark andstæðingsins en þeir sýndu í kvöld og kemur einfaldlega ekkert annað til greina.Ólafur: Þurfum að taka meiri áhættu í teignum Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, segir svekkjandi að sjá hversu illa það gekk að skapa almennilega hættu við mark andstæðingsins þegar liðið tapaði, 1-0, fyrir FC Koper í kvöld. „Maður er auðvitað svekktur. Við vorum nálægt því að verðskulda eitthvað meira en það vantaði upp á hjá okkur að við værum nógu graðir til að koma inn mörkum,“ sagði Ólafur. „Þegar maður kemur inn í teig þá þurfa menn að taka meiri áhættu en við erum að gera og vera grimmari í að gera árás á boltann.“ „Við erum svolítið að bíða eftir því að boltinn komi bara til okkar og það eru 2-3 boltar sem leka bara í gegnum pakkann og það er svo enginn mættur á fjærstöng. Tryggvi Guðmundsson setti 40-50 mörk þar.“ Hann segir að það hafi lítið í slóvenska liðinu komið á óvart en að leikmenn hafi verið með meiri líkamlegan styrk en Ólafur reiknaði með. „En við vorum í betra formi en þeir og þeir gáfu meira eftir eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. En samt vantaði ýmislegt upp á hjá okkur.“ „Við erum ansi þunnskipaðir fram á við og þyrftum við að vera með aðeins meiri breidd þar.“ Ólafur segir að það hafi verið erfitt að sækja gegn Koper sem varðist á þéttum pakka. „Það hefði mátt taka meiri áhættu í teignum en þá hefði mátt hlaupa svolítið meira. Ég veit að þetta er erfitt en þegar maður kemur á þetta stig þá þarf maður að gefa svolítið meira en er á tanknum hjá manni.“ „En það var mjög margt gott í leiknum hjá okkkur. Við héldum bolta vel og komumst aftur fyrir þá. En það vantaði herslumuninn.“ Rolf Toft var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en Ólafur segir að þjálfararnir hafi viljað fá ferskar fætur inn á völlinn. „Rolf er búinn að spila mikið að undanförnu og mér fannst hann vera þreyttur. Arnþór kom inn og stóð sig vel. Skiptingin tókst því ágætlega.“Þjálfari Koper: Smá heppni í markinu okkar Rodolfo Vanoli, ítalskur þjálfari FC Koper, var stoltur af sínum mönnum fyrir 1-0 sigurinn á Víkingi í kvöld. „Ég hrósa mínu liði fyrir frammistöðun í kvöld. Ég var mjög ánægður með liðið og hvernig þeir komust frá þessum leik,“ sagði Vanooli „Þetta var opinn leikur og bæði lið áttu möguleika á að skora og vinna leikinn. Það var ákveðin heppni í því að hitta boltann jafn vel og við gerðum í markinu en gott að skora.“ Hann segir að rimmunni sé þó langt í frá lokið þrátt fyrir sigur Koper í víkinni í kvöld. „Við erum ánægðir með úrslitin í kvöld en það tekur nýr leikur við í næstu viku. Við þurfum að mæta í hann af fullum krafti, rétt eins og þennan.“Davíð Örn: Viljum lengra Evrópuævintýri Davíð Örn Atlason var einn besti leikmaður Víkinga í kvöld en segir svekkjandi að hafa ekki fengið neitt gegn FC Koper í kvöld. Slóvenarnir unnu, 1-0. „Við sköpuðum okkur góðar stöður á vellinum en það vantaði eitthvað extra til að klára færin. Það varð okkur að falli og okkur var refsað grimmilega fyrir það.“ „Kannski að markið þeirra hafi slegið okkur út af laginu eða að við eyddum of miklu púðri í fyrri hálfleikinn. En það kom bersýnilega í ljós að við vorum kvikari en þeir og við komumst mikið á bakvið þá á köntunum. Við hefðum átt að nýta það betur.“ Davíð spilaði fyrst sem kantmaður en færði sig niður í stöðu bakvarðar þegar Dofri Snorrason var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik. „Ég er vanur því að spila báðar stöður og það var því ekkert erfitt að umstilla sig. Ég hef líka lent í því að skipta um stöður með skömmum fyrirvara fyrir leik þannig að ég lenti ekki í teljandi vandræðum með þetta í kvöld.“ Hann segir að Víkingar ætli ekki að fara út til Slóveníu til að slaka á í hitanum þar. „Við ætlum að fara þangað til að ná góðum úrslitum. Við viljum lengja Evrópuævintýrið okkar. Maður finnur hversu miklu máli þetta skiptir fyrir fólkið í klúbbnum og maður vill gera meira fyrir það.“Vísir/Andri MarinóÓlafur Þórðarson.Vísir/Andri MarinóRodolfo Vanoli.Vísir/Andri Marinó Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Víkingur á erfiðan leik fyrir höndum í Slóveníu í næstu viku eftir 1-0 tap gegn FC Koper í Víkinni í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Víkings í Evrópukeppni síðan 1992 og því eftirvæntingin mikil í Fossvoginum. Niðurstaðan var því svekkjandi fyrir Víkinga sem halda þrátt fyrir allt í þá von að halda lífi í Evrópuævintýri félagsins.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Víkinni í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Víkingar voru sprækari aðilinn í markalausum fyrri hálfleik og áttu til að mynda skot í slá. Gestirnir áttu meira í síðari hálfleiknum og uppskáru mark þegar þrettán mínútur voru til leiksloka. Thomas Nielsen varði tvívegis mjög vel í leiknum en hann kom engum vörnum við þegar bakvörðurinn Matej Pucko dúndraði boltanum í markið með föstu skoti utan teigs í kjölfar hornspyrnu. Víkingar börðust hetjulega í kvöld en það vantaði þó nokkuð upp á þegar uppi var staðið. Þeim var refsað fyrir að nýta sér ekki góðan fyrri hálfleik en heimamönnum gekk illa að skapa sér almennilegt færi úr opnu spili. Koper, sem spilaði með þrjá miðverði og tvo djúpa miðjumenn, virtist sátt við að verjast, sækja hratt fram og ógna úr föstum leikatriðum. Upplegg gestanna gekk upp í kvöld. Það var vitað fyrir leik að það yrði erfitt að sækja gegn varnarmúr Koper og það kom á daginn. Engu að síður voru Víkingar sprækir í fyrri hálfleik þar til að kom að síðasta þriðjungi vallarins. Þar vantaði herlsumuninn í síðustu sendingunni til að skapa alvöru usla við mark gestanna. Slóvenarnir ógnuðu með hröðum upphlaupum og föstum leikatriðum. Koper fékk átta hornspyrnur í leiknum og Josep Ivancic, stór og stæðilegur sóknarmaður, fékk frábært skallafæri eftir eina slíka á 20. mínútu sem Nielsen varði vel. Ivancic lagði svo upp tvö skotfæri fyrir Ivica Guberac í síðari hálfleik. Það fyrra varði Nielsen vel en í hitt skiptið skaut hann framhjá. Færin sem Víkingar sköpuðu sér voru ekki jafn góð. Igor Taskovic átti reyndar tvö lúmsk skot í leiknum en hvorugt hitti markrammann. Þá átti Ívar Örn Jónsson skot í samskeytin úr aukaspyrnu í upphafi leiksins. Annars reyndi lítið sem ekkert á markvörð Koper í leiknum sem þurfti raunar ekki að verja eitt einasta skot frá Víkingum í kvöld. Leikmenn Koper eru flestir stórir og sterkir og fóru langt á styrk sínum í kvöld. En það dró af þeim eftir því sem leið á leikinn og því var það sérstaklega svekkjandi fyrir Víkinga að hafa fengið á sig mark úr föstu leikatriði þegar það var svo stutt til leiksloka. Víkingar reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum að ógna marki gestanna sem voru hæstánægðir með að verja 1-0 forystu fyrir síðari leikinn á heimavelli. Ljóst er að verkefni Víkinga verður erfitt þá en það gæti riðlað varnarskipulagi Slóvenanna ef Víkingum tekst að skora, sérstaklega ef það gerist snemma í leiknum. En til þess þurfa þeir röndóttu að sýna mun meiri ákefð fyrir framan mark andstæðingsins en þeir sýndu í kvöld og kemur einfaldlega ekkert annað til greina.Ólafur: Þurfum að taka meiri áhættu í teignum Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, segir svekkjandi að sjá hversu illa það gekk að skapa almennilega hættu við mark andstæðingsins þegar liðið tapaði, 1-0, fyrir FC Koper í kvöld. „Maður er auðvitað svekktur. Við vorum nálægt því að verðskulda eitthvað meira en það vantaði upp á hjá okkur að við værum nógu graðir til að koma inn mörkum,“ sagði Ólafur. „Þegar maður kemur inn í teig þá þurfa menn að taka meiri áhættu en við erum að gera og vera grimmari í að gera árás á boltann.“ „Við erum svolítið að bíða eftir því að boltinn komi bara til okkar og það eru 2-3 boltar sem leka bara í gegnum pakkann og það er svo enginn mættur á fjærstöng. Tryggvi Guðmundsson setti 40-50 mörk þar.“ Hann segir að það hafi lítið í slóvenska liðinu komið á óvart en að leikmenn hafi verið með meiri líkamlegan styrk en Ólafur reiknaði með. „En við vorum í betra formi en þeir og þeir gáfu meira eftir eftir því sem leið á seinni hálfleikinn. En samt vantaði ýmislegt upp á hjá okkur.“ „Við erum ansi þunnskipaðir fram á við og þyrftum við að vera með aðeins meiri breidd þar.“ Ólafur segir að það hafi verið erfitt að sækja gegn Koper sem varðist á þéttum pakka. „Það hefði mátt taka meiri áhættu í teignum en þá hefði mátt hlaupa svolítið meira. Ég veit að þetta er erfitt en þegar maður kemur á þetta stig þá þarf maður að gefa svolítið meira en er á tanknum hjá manni.“ „En það var mjög margt gott í leiknum hjá okkkur. Við héldum bolta vel og komumst aftur fyrir þá. En það vantaði herslumuninn.“ Rolf Toft var tekinn af velli um miðjan síðari hálfleikinn en Ólafur segir að þjálfararnir hafi viljað fá ferskar fætur inn á völlinn. „Rolf er búinn að spila mikið að undanförnu og mér fannst hann vera þreyttur. Arnþór kom inn og stóð sig vel. Skiptingin tókst því ágætlega.“Þjálfari Koper: Smá heppni í markinu okkar Rodolfo Vanoli, ítalskur þjálfari FC Koper, var stoltur af sínum mönnum fyrir 1-0 sigurinn á Víkingi í kvöld. „Ég hrósa mínu liði fyrir frammistöðun í kvöld. Ég var mjög ánægður með liðið og hvernig þeir komust frá þessum leik,“ sagði Vanooli „Þetta var opinn leikur og bæði lið áttu möguleika á að skora og vinna leikinn. Það var ákveðin heppni í því að hitta boltann jafn vel og við gerðum í markinu en gott að skora.“ Hann segir að rimmunni sé þó langt í frá lokið þrátt fyrir sigur Koper í víkinni í kvöld. „Við erum ánægðir með úrslitin í kvöld en það tekur nýr leikur við í næstu viku. Við þurfum að mæta í hann af fullum krafti, rétt eins og þennan.“Davíð Örn: Viljum lengra Evrópuævintýri Davíð Örn Atlason var einn besti leikmaður Víkinga í kvöld en segir svekkjandi að hafa ekki fengið neitt gegn FC Koper í kvöld. Slóvenarnir unnu, 1-0. „Við sköpuðum okkur góðar stöður á vellinum en það vantaði eitthvað extra til að klára færin. Það varð okkur að falli og okkur var refsað grimmilega fyrir það.“ „Kannski að markið þeirra hafi slegið okkur út af laginu eða að við eyddum of miklu púðri í fyrri hálfleikinn. En það kom bersýnilega í ljós að við vorum kvikari en þeir og við komumst mikið á bakvið þá á köntunum. Við hefðum átt að nýta það betur.“ Davíð spilaði fyrst sem kantmaður en færði sig niður í stöðu bakvarðar þegar Dofri Snorrason var tekinn af velli snemma í síðari hálfleik. „Ég er vanur því að spila báðar stöður og það var því ekkert erfitt að umstilla sig. Ég hef líka lent í því að skipta um stöður með skömmum fyrirvara fyrir leik þannig að ég lenti ekki í teljandi vandræðum með þetta í kvöld.“ Hann segir að Víkingar ætli ekki að fara út til Slóveníu til að slaka á í hitanum þar. „Við ætlum að fara þangað til að ná góðum úrslitum. Við viljum lengja Evrópuævintýrið okkar. Maður finnur hversu miklu máli þetta skiptir fyrir fólkið í klúbbnum og maður vill gera meira fyrir það.“Vísir/Andri MarinóÓlafur Þórðarson.Vísir/Andri MarinóRodolfo Vanoli.Vísir/Andri Marinó
Evrópudeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira