Málskotsréttur forseta verði óþarfur með málskotrétti þjóðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2015 11:59 Bjarni Benediktsson vísir/vilhelm Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Umræður spunnust um málskotsrétt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, beindu fyrirspurnum til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, og vildu vita hver skoðun hans væri bæði á málskotrétti þjóðarinnar og þingmanna. „Ef þriðjungur þingmanna gæti sent mál til þjóðarinnar myndi það tryggja að þingmenn næðu meiri sátt og við myndum losna við það mikla meirihlutaræði sem hefur viðgengist á þingi,“ sagði Árni Páll meðal annars. Hann benti á að í kjölfarið væri hægt að leggjast í breytingar á þingsköpum t.d. með því að stytta ræðutíma. „Hugmyndir um málskotsrétt þingmanna hafa komið fram á þessu kjörtímabili og áður og ég tel þær vera til staðar því fólkið í landinu hefur ekki rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu,“ sagði Bjarni Benediktsson í svari sínu. Hann tók fram að ef þjóðin hefði slíkan rétt þá væri samskonar heimild þingmanna næsta óþörf. Fjármálaráðherrann bætti einnig við að „hvers vegna í ósköpunum ætti þriðjungur þings að geta sent mál í þjóðaratkvæði þegar ákveðið hlutfall þjóðarinnar kallar ekki eftir því?“ Þingmennirnir voru að auki sammála um að ef slíkar heimildir yrðu teknar inn í stjórnarskrána að málskotsréttur forseta yrði óþarfur um leið. Þegar kom að fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur tók hún upp þráðinn þar sem Árni Páll hafði sleppt honum og spurði ráðherran hve hátt hlutfall kosningabærra manna ætti að þurfa til að koma málum í þjóðaratkvæði. „Þetta er mikilvægt málefni en vandmeðfarið á svo stuttum tíma,“ svaraði Bjarni. „Mér þykir ekki eingöngu skipta máli hve marga þarf til að senda málið til þjóðarinnar heldur einnig hver kosningaþátttakan er.“ Hann telur einnig að á meðan kjördæmaskipan væri eins og hún er þá ætti að þurfa lágmarkshlutfall úr hverju kjördæmi til að skjóta málum til þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Helgi Hrafn tók lag með Jónasi og Ritvélum framtíðarinnar í Eldhúsdagsumræðum „Annar hver dagur eins og lokasena í þætti af Game of Thrones; maður veit það eitt með vissu að líklega sé eitthvað fullkomlega hræðilegt í þann mund að eiga sér stað,“ sagði Helgi Hrafn. 1. júlí 2015 21:14