Lestu greinina umtöluðu á íslensku: Ísland land rudda, fábjána og monthana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2015 10:45 Íslendingar með regnhlífar á lofti í miðbænum á 17. júní. Vísir/Daníel „Laugavegurinn, hlægilega mjó aðalgatan, er vægðarlaust stífluð af bílum og samvinnuþýðum unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref á áratugalangri menntunarbraut alkóhólistans. Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar. Þau dansa í takt við lélega tónlistina allt til enda.“ Svona lýsir þýski rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Oliver Maria Schmitt Íslendingum í löngum og nokkuð kaldhæðnum pistli þar sem Íslendingar fá að finna til tevatnsins. Land okkar er sagt ein stórt og dautt og Austur-Þýskaland, landsmenn ruddar og fábjánar sem trúi á álfa og tröll.Sjá einnig:Hver er Þjóðverjinn Oliver Maria Schmitt? (Icelandmag.com) Um er að ræða kaflann „Hlautlaus athugun á eyju (Ísland) í bókinni „Ég er á Ertugrul. Draumaferðir um hel og tilbaka“ eftir fyrrnefndan Schmitt. Óhætt er að segja að Schmitt sjái enga ljósa punkta á Íslandi. Deyfð sé lífsmark þessarar dauðaeyjar. Ferðamenn séu blekktir, útilokaðir og réttlausir.Egill Helgason.Alls ekki fyndið segir Egill Egill Helgason er meðal þeirra sem gefur lítið fyrir texta Schmitt. Hann sé í það minnsta ekki fyndinn telji hann sig vera húmorista. Skrifin séu alls ekki kaldhæðin. „… til að eitthvað geti talist kaldhæðið þarf að hitta í mark, það gerir Schmitt ekki. Það er nánast eins og hann hafi aldrei komið til Íslands,“ segir Egill í gagnrýnni bloggfærslu. „Þetta á sjálfsagt að vera fyndið, en er það ekki. Fólk er samt að vitna í það eins og einhvers konar sannindi.“ Kaflinn var birtur í heild sinni á Welt í gær og nú á Vísi í íslenskri þýðingu Sesselju Halldórsdóttur.Olivier Maria Schmitt tekur við viðurkenningu á Henri Nannen Schule samkomunni árið 2009 fyrir ferðasögubók sína Ich bin dann mal Ertugrul.Vísir/GettyÍsland er eins stórt og eins dautt og DDR (Austur-þýskaland) Þessi eyja í Norður-Íshafinu er ekkert annað en rjúkandi, illa lyktandi, púandi, samfélag náttúru og skynsemi sem setur allt í straff. Í kollinum á eyjarskeggjum hafa ruddaskapur, fúlmennska og hundrað prósent vilji til að gera ekki neitt hreiðrað um sig. Deyfð er ríkjandi ástand ásamt hjátrú, monti og hroka. Vegna sifjaspells og saurlifnaðar sem menn hafa stundað í árþúsundir og þarafleiðandi heimsku ímynda Íslendingar sér að allur heimurinn elski þá. Þeir líta á yfirþyrmandi skort á félagslegri hæfni sem frumlegheit, sérvisku sem töfra og álfa, tröll og Björk sem lífverur. Gagnrýnendur eru slegnir útaf laginu eða þeim hent í eldfjallagíg. Ásamt Helmut Schmidt er Ísland lúmskasti reykframleiðandi Evrópu.Laugavegurinn fær að kenna á því í pistlinum.Sem fasteign er landið misheppnað, það er ekki hægt að leigja það út og það er í dapurlegu og yfirleitt hörmulegu ástandi langt ofan í jörðina. Vatnsveitan var lögð af berklaveikum fúskurum, alls staðar sullar, sýður og sprautast hitaveituvatn (brennisteinsvatn) uppúr jörðinni og ber með sér lífshættulega drullu. Innfæddir draga djúpt að sér andann og hlæja háðslega. Ísland er jafn stórt og DDR (Austur-Þýskaland) og minnsta kosti þrisvar sinnum dauðara. Íbúarnir eru lakari en þeir í Bielefeld og ekki bara hvað varðar töluna heldur líka að öllu öðru leyti. Sá sem er svo óheppinn að hafa verið í Bielefeld getur auðveldlega reiknað út hvað það þýðir: Austur-Þýskaland undir efnahagslegri og andlegri leiðsögn þeirra í Bielefeld – það er Ísland, land fábjánanna. Það hvessir, drynur, rignir og snjóar. Á leiðarenda er ástandið skelfilegt og óbætanlegt, veðurskilyrðin dæmalaus áskorun: lægðir og hæðir á færibandi. Fyrst rignir og snjóar, svo fellur regnið til jarðar. Þá snjóar, rignir og snjóar. Síðan rignir endalaust. Það er rok og drunur, svo snjóar aftur. Það er ekki einu sinni úlfi út sigandi. En íbúa Íslands snertir þetta ekki hið minnsta.Scmitt er ekki fyrstur til að halda því fram að Íslendingar trúi upp til hópa á álfa.Vísir/HAGÁ næturnar er kolamyrkur, oft mánuðum saman. Hér fylgir enginn náttúrulögmálunum. Sá sem reynir að yfirgefa þessa fáránlegu, klámfengnu eyju er drepinn (með skutli) eins og hvalur. Brotthvarf er þó ekki á dagskrá. Þeir sem fara eru alltaf þeir áhættusæknu, fagfólkið, menntamennirnir – sem eru auðvitað ekki til á Íslandi. Læknar landsins eru af síðustu sort. Þeir kukla frá vöggu til grafar og vilja svo fá borgun. Litið er á meðfæddan hálfvitaskap sem guðsgjöf. Það eru engar slaufur á hraðbrautunum, og þó svo væri þá er þar allt stopp. Niðurníddir og holóttir vegirnir liggja um landsvæði sem er ein alls herjar eyðimörk. Sá sem heldur ekki út náttúruupplifunina á grýttri og skammarlega ofbeittri dauðaeynni bíður heila viku eftir rútu til Reykjavíkur, sem er raunaleg hrúga af trékofum og hreysum úr lélegum spýtum sem hefur skolað á land (favela-efni). Á götunum flýtur lýsið, umferðin hefur forgang. Hér er kyrrstaða merki framfara. Vesalingar og örvinglaðir dragnast eftir ljóslausum, illa þefjandi götum höfuðborgarinnar, forboðar dauðans. Laugavegurinn, hlægilega mjó aðalgatan, er vægðarlaust stífluð af bílum og samvinnuþýðum unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref á áratugalangri menntunarbraut alkóhólistans. Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar. Þau dansa í takt við lélega tónlistina allt til enda. Ferðamenn eru blekktir, útilokaðir, réttlausir og undirokaðir. Þeir eru ekkert annað en bráð fyrir verslunarfólkið sem er stjórnað af siðleysi út í ystu æsar. Ofurháar stöðumælasektir eru reglan. Í bakgörðunum hrúgast upp tómar flöskur og sorp, minnsta tilraun til að hreinsa göturnar er miskunnarlaust hindruð, já það er refsað fyrir hana. Undirheimaviðskifti alls staðar. Uppáhaldsverkefni allra eru þeir sjálfir. Bílaerótík er list. Enginn hefur áhyggjur af eða veit eitthvað um Afríku, Augsburg eða Amberg. Svokallaðir stjórnmálamenn sem eru skreyttir sviknum loforðum og frændsemishygli þvo hendur sínar sakleysislega. Markmið ríkisins er alltumlykjandi gjaldþrot. Bankarnir eru gjaldþrota, vextirnir ótryggir. Að veðja á nykra og barnaþrælasölu er talin alvöru tekjulind. Svikurum og flottræflum eru reist minnismerki. Fjármagnið er dregið inn og út og til hliðar, peningarnir sem þannig er aflað eru svo brenndir upp til agna af því það er svo gaman og askan send flugleiðis til Evrópu. Meira að segja Björk sleppur ekki í kaflanum.Vísir/PjeturSkotið á allt sem hreyfist Biblíunemendur og dýr með hundaæði sjá um barnauppeldið. Meðan unglingarnir róta um í húsagörðum í leit að heróíni láta foreldrarnir sér nægja að leita uppi hafsugurnar. Hvalir eru ekki fangaðir, það eru trúarbrögð ríkisins. Því stærri og sjaldgæfari sem dauðhrætt dýrið er og því lengur sem hægt er að elta það og skjóta í námunda við það, þeim mun ánægðari eru eiturlyfjaháðir veiðimennirnir. Dýrategundin er varnarlaus gegn endanlegri og skipulagðri útrýmingunni. Allt sem hreyfist er skotið og menn öskra sig hása. Eyja sem hefur verið klófest af rauðskeggjuðum, barbarískum brennuvörgum hættir ekki að hæðast að siðfræðinni og sköpuninni. Um allan heim er krúttlegur lundinn með skrautlegan gogginn sinn elskaður og verndaður. Hér er hann skorinn hægt og kvalafullt í sneiðar, meðlæti er kartöflumús úr pakka. Alveg sama hvað það er krúttlegt og saklaust, allt er gleypt og svo er ropað. Þjóðareldhús er samt sem áður ekki til. Menn gæða sér á eldgömlum hákarli sem er grafinn að húsabaki þar til hann er fullkomlega kæstur. Þegar hundarnir treysta sér ekki lengur á staðinn af því daunninn er svívirðilegur er hákarlinn tilbúinn til átu. Þess á milli gleypa menn í sig pylsur, standandi og gangandi, aldrei sitjandi til borðs. Litið er á „Eina með öllu“ sem lostæti - fölleitur, pylsustafur (sem inniheldur fosfat) með því sem gjaldþrota skyndibitaeldhúsið sem farið er í hundana hefur uppá að bjóða. Í kaffihúsunum og á veitingastöðunum sem kalla sig krár og búllur hafa kakkalakkarnir tekið völdin. Prísarnir er stjarnfræðilegir. Höfundur virðist hafa villst inn á Rex í heimsókn sinni til Íslands.Vísir/VilhelmÆskan horfir á hljóðlaust klám Á Kaffibarnum og Rex æpir stafræn æskan skoðanir sínar á lífinu og horfir á hljóðlaust klám. Sá sem er ekki í nýjustu fötunum úr H&M, Etro eða Vögele er útilokaður ískalt og getur þurft að bíða endalaust eftir mjólkurdrykknum sínum. Reyndar er til Goethe-stofnun, en hún er ekki helguð goðinu Johann Goethe heldur óendanlega fjarskyldum afkomenda hans, Walther von Goethe. Það segir allt sem segja þarf. Hefðbundin morgunkveðja er „Þú mig líka!” Það er alls ekki hægt að læra kverkmælt tungumálið, það er algjörlega ónothæft til upplýsingagjafar en það er ágætt. Um hvað geta Íslendingar svo sem spjallað? Látbragð dugar fyrir þvingað kynlífið sem þeir stunda hver með öðrum, hnefinn sér um afganginn. Orðið íbúaþróun er himinhrópandi mótsögn í sjálfu sér. Hér var ekkert, er ekkert, verður ekkert. Landmælingamenn ljúga eins og þeir eru langir til. Trjámaðkurinn hringsólar í tréverki Alþingis sem á að heita það elsta í heiminum sem enn starfar, við stjórn er ruddalegasta and-upplýsing sem hugsast getur. Stjórnmálaflokkarnir æsa upp rifrildi og taugaveiklun, steinar verða fjendur, gluggar glotta svik. Þjóðarbókmenntir eru alveg óþekktar, já óæskilegar. Handfylli er til af heiðnum, blóði drifnum Splatter – gamansögum, krotuðum á skafið kálfskinn eða á hauskúpur dauðra nágranna. Þessi eyja sem nú er merkt brjálæðinu hefur getið af sér nákvæmlega einn frægan rithöfund, hann heitir Edda, föðurnafnið er gleymt og grafið. Þrátt fyrir það blómstar verslun með afritaðar sorpbókmenntir. Óteljandi forlögin á Íslandi, sem aldrei hafa getað borgað neitt, losa sig við krotið og flytja það í plankavís til Þýskalands, þar sem það er samþykkt gagnrýnislaust og lesið upp til agna í kátri flónsku. Því hjá okkur - verum nú heiðarleg - er það heldur ekki betra. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
„Laugavegurinn, hlægilega mjó aðalgatan, er vægðarlaust stífluð af bílum og samvinnuþýðum unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref á áratugalangri menntunarbraut alkóhólistans. Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar. Þau dansa í takt við lélega tónlistina allt til enda.“ Svona lýsir þýski rithöfundurinn og stjórnmálamaðurinn Oliver Maria Schmitt Íslendingum í löngum og nokkuð kaldhæðnum pistli þar sem Íslendingar fá að finna til tevatnsins. Land okkar er sagt ein stórt og dautt og Austur-Þýskaland, landsmenn ruddar og fábjánar sem trúi á álfa og tröll.Sjá einnig:Hver er Þjóðverjinn Oliver Maria Schmitt? (Icelandmag.com) Um er að ræða kaflann „Hlautlaus athugun á eyju (Ísland) í bókinni „Ég er á Ertugrul. Draumaferðir um hel og tilbaka“ eftir fyrrnefndan Schmitt. Óhætt er að segja að Schmitt sjái enga ljósa punkta á Íslandi. Deyfð sé lífsmark þessarar dauðaeyjar. Ferðamenn séu blekktir, útilokaðir og réttlausir.Egill Helgason.Alls ekki fyndið segir Egill Egill Helgason er meðal þeirra sem gefur lítið fyrir texta Schmitt. Hann sé í það minnsta ekki fyndinn telji hann sig vera húmorista. Skrifin séu alls ekki kaldhæðin. „… til að eitthvað geti talist kaldhæðið þarf að hitta í mark, það gerir Schmitt ekki. Það er nánast eins og hann hafi aldrei komið til Íslands,“ segir Egill í gagnrýnni bloggfærslu. „Þetta á sjálfsagt að vera fyndið, en er það ekki. Fólk er samt að vitna í það eins og einhvers konar sannindi.“ Kaflinn var birtur í heild sinni á Welt í gær og nú á Vísi í íslenskri þýðingu Sesselju Halldórsdóttur.Olivier Maria Schmitt tekur við viðurkenningu á Henri Nannen Schule samkomunni árið 2009 fyrir ferðasögubók sína Ich bin dann mal Ertugrul.Vísir/GettyÍsland er eins stórt og eins dautt og DDR (Austur-þýskaland) Þessi eyja í Norður-Íshafinu er ekkert annað en rjúkandi, illa lyktandi, púandi, samfélag náttúru og skynsemi sem setur allt í straff. Í kollinum á eyjarskeggjum hafa ruddaskapur, fúlmennska og hundrað prósent vilji til að gera ekki neitt hreiðrað um sig. Deyfð er ríkjandi ástand ásamt hjátrú, monti og hroka. Vegna sifjaspells og saurlifnaðar sem menn hafa stundað í árþúsundir og þarafleiðandi heimsku ímynda Íslendingar sér að allur heimurinn elski þá. Þeir líta á yfirþyrmandi skort á félagslegri hæfni sem frumlegheit, sérvisku sem töfra og álfa, tröll og Björk sem lífverur. Gagnrýnendur eru slegnir útaf laginu eða þeim hent í eldfjallagíg. Ásamt Helmut Schmidt er Ísland lúmskasti reykframleiðandi Evrópu.Laugavegurinn fær að kenna á því í pistlinum.Sem fasteign er landið misheppnað, það er ekki hægt að leigja það út og það er í dapurlegu og yfirleitt hörmulegu ástandi langt ofan í jörðina. Vatnsveitan var lögð af berklaveikum fúskurum, alls staðar sullar, sýður og sprautast hitaveituvatn (brennisteinsvatn) uppúr jörðinni og ber með sér lífshættulega drullu. Innfæddir draga djúpt að sér andann og hlæja háðslega. Ísland er jafn stórt og DDR (Austur-Þýskaland) og minnsta kosti þrisvar sinnum dauðara. Íbúarnir eru lakari en þeir í Bielefeld og ekki bara hvað varðar töluna heldur líka að öllu öðru leyti. Sá sem er svo óheppinn að hafa verið í Bielefeld getur auðveldlega reiknað út hvað það þýðir: Austur-Þýskaland undir efnahagslegri og andlegri leiðsögn þeirra í Bielefeld – það er Ísland, land fábjánanna. Það hvessir, drynur, rignir og snjóar. Á leiðarenda er ástandið skelfilegt og óbætanlegt, veðurskilyrðin dæmalaus áskorun: lægðir og hæðir á færibandi. Fyrst rignir og snjóar, svo fellur regnið til jarðar. Þá snjóar, rignir og snjóar. Síðan rignir endalaust. Það er rok og drunur, svo snjóar aftur. Það er ekki einu sinni úlfi út sigandi. En íbúa Íslands snertir þetta ekki hið minnsta.Scmitt er ekki fyrstur til að halda því fram að Íslendingar trúi upp til hópa á álfa.Vísir/HAGÁ næturnar er kolamyrkur, oft mánuðum saman. Hér fylgir enginn náttúrulögmálunum. Sá sem reynir að yfirgefa þessa fáránlegu, klámfengnu eyju er drepinn (með skutli) eins og hvalur. Brotthvarf er þó ekki á dagskrá. Þeir sem fara eru alltaf þeir áhættusæknu, fagfólkið, menntamennirnir – sem eru auðvitað ekki til á Íslandi. Læknar landsins eru af síðustu sort. Þeir kukla frá vöggu til grafar og vilja svo fá borgun. Litið er á meðfæddan hálfvitaskap sem guðsgjöf. Það eru engar slaufur á hraðbrautunum, og þó svo væri þá er þar allt stopp. Niðurníddir og holóttir vegirnir liggja um landsvæði sem er ein alls herjar eyðimörk. Sá sem heldur ekki út náttúruupplifunina á grýttri og skammarlega ofbeittri dauðaeynni bíður heila viku eftir rútu til Reykjavíkur, sem er raunaleg hrúga af trékofum og hreysum úr lélegum spýtum sem hefur skolað á land (favela-efni). Á götunum flýtur lýsið, umferðin hefur forgang. Hér er kyrrstaða merki framfara. Vesalingar og örvinglaðir dragnast eftir ljóslausum, illa þefjandi götum höfuðborgarinnar, forboðar dauðans. Laugavegurinn, hlægilega mjó aðalgatan, er vægðarlaust stífluð af bílum og samvinnuþýðum unglingum sem eru að stíga sín fyrstu skref á áratugalangri menntunarbraut alkóhólistans. Á rándýrum klúbbum og diskótekum dansar dauðamerkt æskan sig til heljar. Þau dansa í takt við lélega tónlistina allt til enda. Ferðamenn eru blekktir, útilokaðir, réttlausir og undirokaðir. Þeir eru ekkert annað en bráð fyrir verslunarfólkið sem er stjórnað af siðleysi út í ystu æsar. Ofurháar stöðumælasektir eru reglan. Í bakgörðunum hrúgast upp tómar flöskur og sorp, minnsta tilraun til að hreinsa göturnar er miskunnarlaust hindruð, já það er refsað fyrir hana. Undirheimaviðskifti alls staðar. Uppáhaldsverkefni allra eru þeir sjálfir. Bílaerótík er list. Enginn hefur áhyggjur af eða veit eitthvað um Afríku, Augsburg eða Amberg. Svokallaðir stjórnmálamenn sem eru skreyttir sviknum loforðum og frændsemishygli þvo hendur sínar sakleysislega. Markmið ríkisins er alltumlykjandi gjaldþrot. Bankarnir eru gjaldþrota, vextirnir ótryggir. Að veðja á nykra og barnaþrælasölu er talin alvöru tekjulind. Svikurum og flottræflum eru reist minnismerki. Fjármagnið er dregið inn og út og til hliðar, peningarnir sem þannig er aflað eru svo brenndir upp til agna af því það er svo gaman og askan send flugleiðis til Evrópu. Meira að segja Björk sleppur ekki í kaflanum.Vísir/PjeturSkotið á allt sem hreyfist Biblíunemendur og dýr með hundaæði sjá um barnauppeldið. Meðan unglingarnir róta um í húsagörðum í leit að heróíni láta foreldrarnir sér nægja að leita uppi hafsugurnar. Hvalir eru ekki fangaðir, það eru trúarbrögð ríkisins. Því stærri og sjaldgæfari sem dauðhrætt dýrið er og því lengur sem hægt er að elta það og skjóta í námunda við það, þeim mun ánægðari eru eiturlyfjaháðir veiðimennirnir. Dýrategundin er varnarlaus gegn endanlegri og skipulagðri útrýmingunni. Allt sem hreyfist er skotið og menn öskra sig hása. Eyja sem hefur verið klófest af rauðskeggjuðum, barbarískum brennuvörgum hættir ekki að hæðast að siðfræðinni og sköpuninni. Um allan heim er krúttlegur lundinn með skrautlegan gogginn sinn elskaður og verndaður. Hér er hann skorinn hægt og kvalafullt í sneiðar, meðlæti er kartöflumús úr pakka. Alveg sama hvað það er krúttlegt og saklaust, allt er gleypt og svo er ropað. Þjóðareldhús er samt sem áður ekki til. Menn gæða sér á eldgömlum hákarli sem er grafinn að húsabaki þar til hann er fullkomlega kæstur. Þegar hundarnir treysta sér ekki lengur á staðinn af því daunninn er svívirðilegur er hákarlinn tilbúinn til átu. Þess á milli gleypa menn í sig pylsur, standandi og gangandi, aldrei sitjandi til borðs. Litið er á „Eina með öllu“ sem lostæti - fölleitur, pylsustafur (sem inniheldur fosfat) með því sem gjaldþrota skyndibitaeldhúsið sem farið er í hundana hefur uppá að bjóða. Í kaffihúsunum og á veitingastöðunum sem kalla sig krár og búllur hafa kakkalakkarnir tekið völdin. Prísarnir er stjarnfræðilegir. Höfundur virðist hafa villst inn á Rex í heimsókn sinni til Íslands.Vísir/VilhelmÆskan horfir á hljóðlaust klám Á Kaffibarnum og Rex æpir stafræn æskan skoðanir sínar á lífinu og horfir á hljóðlaust klám. Sá sem er ekki í nýjustu fötunum úr H&M, Etro eða Vögele er útilokaður ískalt og getur þurft að bíða endalaust eftir mjólkurdrykknum sínum. Reyndar er til Goethe-stofnun, en hún er ekki helguð goðinu Johann Goethe heldur óendanlega fjarskyldum afkomenda hans, Walther von Goethe. Það segir allt sem segja þarf. Hefðbundin morgunkveðja er „Þú mig líka!” Það er alls ekki hægt að læra kverkmælt tungumálið, það er algjörlega ónothæft til upplýsingagjafar en það er ágætt. Um hvað geta Íslendingar svo sem spjallað? Látbragð dugar fyrir þvingað kynlífið sem þeir stunda hver með öðrum, hnefinn sér um afganginn. Orðið íbúaþróun er himinhrópandi mótsögn í sjálfu sér. Hér var ekkert, er ekkert, verður ekkert. Landmælingamenn ljúga eins og þeir eru langir til. Trjámaðkurinn hringsólar í tréverki Alþingis sem á að heita það elsta í heiminum sem enn starfar, við stjórn er ruddalegasta and-upplýsing sem hugsast getur. Stjórnmálaflokkarnir æsa upp rifrildi og taugaveiklun, steinar verða fjendur, gluggar glotta svik. Þjóðarbókmenntir eru alveg óþekktar, já óæskilegar. Handfylli er til af heiðnum, blóði drifnum Splatter – gamansögum, krotuðum á skafið kálfskinn eða á hauskúpur dauðra nágranna. Þessi eyja sem nú er merkt brjálæðinu hefur getið af sér nákvæmlega einn frægan rithöfund, hann heitir Edda, föðurnafnið er gleymt og grafið. Þrátt fyrir það blómstar verslun með afritaðar sorpbókmenntir. Óteljandi forlögin á Íslandi, sem aldrei hafa getað borgað neitt, losa sig við krotið og flytja það í plankavís til Þýskalands, þar sem það er samþykkt gagnrýnislaust og lesið upp til agna í kátri flónsku. Því hjá okkur - verum nú heiðarleg - er það heldur ekki betra.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira