Menning

Hinn ímyndaði kafbátur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Flytjendurnir Eva Þyri og Pamela.
Flytjendurnir Eva Þyri og Pamela.
Pamela De Sensi flautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í hátíðasal Háskóla Íslands Í í dag og flytja nýleg verk eftir Bill Douglas, Mike Mower, Adrienne Albert, Gary Schocker og Steingrím Þórhallsson.

Um frumflutning er að ræða á verki Steingríms, Nautilus, sem vísar til hins fræga ímyndaða kafbáts úr sögu Jules Verne, Sæfaranum.

„Við höfum það sem meginreglu í þessari tónleikaröð að vera með frumsamið verk,“ segir Kristín Ása Einarsdóttir, viðburðastjóri hjá HÍ.

Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum sem hefjast klukkan 12.30 og allir eru velkomnir. „Alveg upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja gera eitthvað skemmtilegt í hádegishléinu sínu,“ bendir Kristín Ása á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×