Með vinnustofuna í gömlu fjósi Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2015 09:00 Vinnustofa Huldu er gamalt fjós sem hún gerði upp ásamt börnum sínum. Mynd/AuðunnNíelsson „Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“ Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta byrjaði á þessum ljóðum og textum sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við. Setti þau inn í dagbækurnar mínar og geymdi. Svo ákvað ég að prufa að setja textana á myndir, setti þær í sölu og það gekk rosalega vel,“ segir Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður sem stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013. Hulda selur einnig tækifæriskort, dagatöl, hjörtu úr plexígleri, hjartalaga kertabera úr lituðu plexígleri og fleira. Hún segir hugrekki hafa þurft til að opinbera ljóðin. „Þess vegna byrjaði ég rosalega varlega með þessum myndum og fékk svo ótrúlega góð viðbrögð að ég ákvað að þora,“ segir hún og bætir við: „Sumum líkar og öðrum ekki, ég er ekkert að reyna að höfða til allra.“ Hún segist alltaf hafa haft gaman af handverki en ljóðaáhuginn er fremur nýtilkominn. „Ljóð hafa aldrei áður höfðað til mín, mér datt aldrei í hug að lesa ljóð án þess að vera neydd til þess,“ segir hún glöð í bragði. Hulda hafði lengi átt sér þann draum að vinna fyrir sér með hönnun sinni en vinnustofa hennar er í gömlu fjósi í kjallara heimilis hennar. „Draumurinn átti alltaf að rætast, það var bara spurning um hvenær það hefðist.“
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira