Lífið

Netverjar fara hamförum í tillögum að þáttum á Rás 3

Bjarki Ármannsson skrifar
Væri Morgunsleikfimi ekki fínasti þáttur?
Væri Morgunsleikfimi ekki fínasti þáttur? Vísir/Valgarður
Fregnir af hugmyndum Ríkisútvarpsins um að stofna Rás 3 fyrir unga fólkið vöktu töluverða athygli í dag og urðu til þess að þó nokkrir netverjar sáu sér leik á borði og báru fram hugmyndir að þáttum fyrir þessa stöð, sem er þó ekki væntanleg í loftið eins og sjá má hér.

Þriggja manna nefnd var mynduð um Rás 3 innan RÚV og var greint frá því að á meðan hugmyndavinnu stóð hefði stöðin verið hugsuð sem streymisstöð, það er að hún verði ekki á bylgjulengd heldur aðgengileg í gegnum app og á vefsíðu RÚV.

Umræða um Rás 3 hefur dúkkað upp reglulega í gegnum árin og hefur hún oftast nær verið eyrnamerkt ungu fólki. Því voru hugmyndirnar að þáttum á Rás 3 sem bornar voru upp á Twitter flestar stílaðar á ungt fólk og nokkrar alveg bráðskemmtilegar.

Þeirra á meðal má nefna þáttinn Siri á sunnudagsmorgnum, Brúðkaupsþátturinn Nei, Djammþátturinn Landinn, Stjörnurnar úr Stundinni okkar: Hvar eru þau nú?, Ofvirkir morgnar, Á tali með Gísla Pálma, Morgunsleikfimi og Maður er fermdur, spjallþáttur ungs fólks um kristna trú.

Þú getur fylgst með þessari bráðskemmtilegu umræðu hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×