Enski boltinn

Wenger náði sér í varnarmann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gabriel Paulista mun auka breiddina í varnarlínu Arsenal.
Gabriel Paulista mun auka breiddina í varnarlínu Arsenal. vísir/getty
Arsenal hefur náð samkomulagi við Villareal um kaup á brasilíska varnarmanninum Gabriel Paulista. Talið er að kaupverðið sé í kringum 15 milljónir punda.

Paulista, sem er 24 ára, á þó enn eftir að fá atvinnuleyfi á Englandi en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er bjartsýnn á að það gangi eftir.

Í staðinn fær Villareal framherjann Joel Campbell að láni út leiktíðina en hann hefur fengið fá tækifæri með Arsenal í vetur.

Paulista, sem gekk til liðs við Villareal frá Vitória í heimalandinu 2013, hefur leikið 19 leiki með spænska liðinu á tímabilinu. Villareal situr í 6. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal sækir Brighton heim í 4. umferð ensku bikarkeppninnar klukkan 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×