Rakarinn í Sevilla settur á svið í haust Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2015 10:40 Oddur Arnþór Jónsson. Vísir/Ernir Fyrsta verkefni Íslensku óperunnar á næsta starfsári verður gamanóperan Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. Oddur Arnþór Jónsson barítónsöngvari, sem sló í gegn í uppsetningu óperunnar á Don Carlo í vetur, fer með titilhlutverkið. Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo og þeir Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio. Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir. Rakarinn í Sevilla er ein vinsælasta gamanópera sögunnar og segir frá greifanum Almaviva sem með aðstoð hins óþreytandi Figaro rakara reynir að ná ástum dömunnar Rosinu. Frægasta aría óperunnar er hin stórskemmtilega aría Figaro sem má hlýða á hér fyrir neðan. Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember. Frumsýning verður þann 17. október í Eldborg í Hörpu. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fyrsta verkefni Íslensku óperunnar á næsta starfsári verður gamanóperan Rakarinn í Sevilla eftir Rossini. Oddur Arnþór Jónsson barítónsöngvari, sem sló í gegn í uppsetningu óperunnar á Don Carlo í vetur, fer með titilhlutverkið. Í öðrum hlutverkum eru meðal annars Gissur Páll Gissurarson sem Almaviva greifi, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir í hlutverki Rosinu, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson í hlutverki Doktor Bartolo og þeir Kristinn Sigmundsson og Viðar Gunnarsson í hlutverki Don Basilio. Leikstjóri verður Ágústa Skúladóttir. Rakarinn í Sevilla er ein vinsælasta gamanópera sögunnar og segir frá greifanum Almaviva sem með aðstoð hins óþreytandi Figaro rakara reynir að ná ástum dömunnar Rosinu. Frægasta aría óperunnar er hin stórskemmtilega aría Figaro sem má hlýða á hér fyrir neðan. Alls verða fimm sýningar á óperunni í október og nóvember. Frumsýning verður þann 17. október í Eldborg í Hörpu.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Fleiri fréttir Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira