Fótbolti

Síle Suður-Ameríkumeistari í fyrsta skipti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Síle er Suður-Ameríkumeistari í knattspyrnu eftir sigur á Argentínu í úrslitaleik. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að staðan hafi verið markalaus að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu.

Venjulegi leiktíminn fer ekki í neinar sögubækur fyrir skemmtilega knattspyrnu. Argentína var meira með boltann, en gestirnir voru þéttir til baka og voru afar vel skipulagðir.

Það var ljóst frá upphafi að einn besti knattspyrnumaður heims, ef ekki sá besti, Lionel Messi átti ekki að fá neinn tíma á boltann og leikmenn Síle voru duglegir í að sparka Messi niður.

Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og ekkert mark var skorað í framlengingunni. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Síle skoraði úr öllum spyrnum sínum, en varamennirnir, Gonzalo Higuaín og Éver Banega, klikkuðu báðir á spyrnum sínum og Síle því Suður-Ameríkumeistari 2015. Síle var að vinna mótið í fyrsta skiptið í sögunni og það á heimavelli.

Vítaspyrnukeppnin:

1-0 Matías Fernández skorar (Síle)

1-1 Lionel Messi skorar (Argentína)

2-1 Arturo Vidal skorar (Síle)

2-1 Gonzalo Higuaín klikkar (Argentína)

3-1 Charles Aránguiz skorar (Síle)

3-1 Éver Banega klikkar (Argentína)

4-1 Alexis Sánches skorar (Síle)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×