Daníel ráðinn staðarlistamaður Sinfó Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2015 12:29 Daníel Bjarnason. vísir/valli Daníel Bjarnason hefur verið ráðinn í stöðu staðarlistamanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun hann gegna margþættu hlutverki sem hljómsveitarstjóri og tónskáld ásamt því að sitja í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar og stýra tónskáldastofu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. „Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni sem Daníel tekur þátt í með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann mun stýra flutningi óperunnar Peter Grimes eftir Benjamin Britten sem frumflutt verður á Íslandi þann 22. maí á Listahátíð í Reykjavík. Um er ræða umfangsmikla tónleikauppfærslu sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Á næsta starfári muni Daníel stjórna Sinfóníuhljómsveitinni á fjölda tónleika, m.a. áskriftartónleikum, fjölskyldutónleikum og skólatónleikum, en hann muni einnig fara með hljómsveitinni í tónleikferð um landið í október. Þá kemur fram að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Cincinnati Symphony Orchestra hafi pantað nýtt verk af Daníel sem frumflutt verði í Bandaríkjunum í mars á þessu ári en Sinfóníuhljómsveitin flytur verkið á tónleikum í nóvember undir stjórn Daníels. „Daníel er einstaklega fjölhæfur listamaður sem hefur djúpan skilning á því hljóðfæri sem heil sinfóníuhljómsveit er, bæði sem tónskáld og líka sem hljómsveitarstjóri. Daníel hefur náð alþjóðlegum frama og unnið með bestu og virtustu hljómsveitum og hljómsveitarstjórum í heimi. Við væntum því mikils af samstarfinu við hann og teljum okkur afar heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdarstjóri SÍ. Daníel Bjarnason lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2000. Sama ár hóf hann nám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í hvoru tveggja vorið 2003. Daníel stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi frá 2004-2007 og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn. Daníel hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar m.a. nefna Los Angeles Philharmonic, New York Philharmonic, Toronto Symphony Orchestra, BBC Scottish Symphony Orchestra, Residentie Orkest, Ulster Orchestra, Winnipeg Symphony Orchestra, Adelaide Symphony Orchestra, Britten Sinfonia og Sinfonietta Cracovia auk Hljómsveitar Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hefur hann starfað með fjölmörgum stjórnendum svo sem Gustavo Dudamel, James Conlon, John Adams, André de Ridder, Ilan Volkov og Alexander Mickelthwate auk þess að eiga samstarf við ýmsar hljómsveitir á borð við Sigurrós, Hjaltalín og Efterklang. Daníel hefur gefið út þrjár plötur hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community, Processions (2010), Solaris (2012) og Over Light Earth (2013). Sú síðastnefnda hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2013 sem plata ársins. Daníel hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin, Edduverðlaunin, Kraumsverðlaunin og styrk úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Daníel Bjarnason hefur verið ráðinn í stöðu staðarlistamanns Sinfóníuhljómsveitar Íslands og mun hann gegna margþættu hlutverki sem hljómsveitarstjóri og tónskáld ásamt því að sitja í verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar og stýra tónskáldastofu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. „Framundan eru fjölmörg spennandi verkefni sem Daníel tekur þátt í með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann mun stýra flutningi óperunnar Peter Grimes eftir Benjamin Britten sem frumflutt verður á Íslandi þann 22. maí á Listahátíð í Reykjavík. Um er ræða umfangsmikla tónleikauppfærslu sem er samstarfsverkefni Sinfóníuhljómsveitarinnar, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Á næsta starfári muni Daníel stjórna Sinfóníuhljómsveitinni á fjölda tónleika, m.a. áskriftartónleikum, fjölskyldutónleikum og skólatónleikum, en hann muni einnig fara með hljómsveitinni í tónleikferð um landið í október. Þá kemur fram að Sinfóníuhljómsveit Íslands og Cincinnati Symphony Orchestra hafi pantað nýtt verk af Daníel sem frumflutt verði í Bandaríkjunum í mars á þessu ári en Sinfóníuhljómsveitin flytur verkið á tónleikum í nóvember undir stjórn Daníels. „Daníel er einstaklega fjölhæfur listamaður sem hefur djúpan skilning á því hljóðfæri sem heil sinfóníuhljómsveit er, bæði sem tónskáld og líka sem hljómsveitarstjóri. Daníel hefur náð alþjóðlegum frama og unnið með bestu og virtustu hljómsveitum og hljómsveitarstjórum í heimi. Við væntum því mikils af samstarfinu við hann og teljum okkur afar heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Arna Kristín Einarsdóttir framkvæmdarstjóri SÍ. Daníel Bjarnason lauk burtfararprófi í píanóleik frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2000. Sama ár hóf hann nám í tónsmíðum og hljómsveitarstjórn við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í hvoru tveggja vorið 2003. Daníel stundaði framhaldsnám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi frá 2004-2007 og lauk þaðan prófi með hæstu einkunn. Daníel hefur unnið með og fengið verk sín flutt af fjölda hljómsveita og má þar m.a. nefna Los Angeles Philharmonic, New York Philharmonic, Toronto Symphony Orchestra, BBC Scottish Symphony Orchestra, Residentie Orkest, Ulster Orchestra, Winnipeg Symphony Orchestra, Adelaide Symphony Orchestra, Britten Sinfonia og Sinfonietta Cracovia auk Hljómsveitar Íslensku óperunnar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einnig hefur hann starfað með fjölmörgum stjórnendum svo sem Gustavo Dudamel, James Conlon, John Adams, André de Ridder, Ilan Volkov og Alexander Mickelthwate auk þess að eiga samstarf við ýmsar hljómsveitir á borð við Sigurrós, Hjaltalín og Efterklang. Daníel hefur gefið út þrjár plötur hjá plötufyrirtækinu Bedroom Community, Processions (2010), Solaris (2012) og Over Light Earth (2013). Sú síðastnefnda hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin 2013 sem plata ársins. Daníel hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin, Edduverðlaunin, Kraumsverðlaunin og styrk úr minningarsjóði Kristjáns Eldjárns.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira