Erlent

Átök brjótast út í Donetsk þrátt fyrir vopnahlé

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skriðdreki á götum Donetsk í dag.
Skriðdreki á götum Donetsk í dag. Vísir/AFP
Harðir bardagar hafa verið seinustu í bænum Debaltseve í austurhluta Úkraínu þrátt fyrir vopnahléið sem samið var um í seinustu viku.

virðist vera sem að átökin séu ekki lengur aðeins bundin við það svæði því bardagar hafa verið í dag í Donetsk en vopnahléið hafði hingað til verið virt í borginni. Þá sakar Úkraínuher aðskilnaðarsinna einnig um árásir nálægt hafnarborginni Maríupól.

Aðskilnaðarsinnar náðu bænum Debaltseve á sitt vald í gær. Í kjölfarið óskaði Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, eftir því að friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum kæmu til landsins til að tryggja vopnahléið.


Tengdar fréttir

Úkraína fær 2300 milljarða króna

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt 17,5 milljarða dollara, 2310 milljarða króna, lán fyrir Úkraínu. Lánið er hluti af efnahagsáætlun sem unnin hefur verið fyrir Úkraínu.

Áfram barist um bæinn Debaltseve

Hvorki úkraínskir uppreisnarmenn né stjórnarher Úkraínu hafa viljað hætta átökum um 25 þúsund manna bæ, þrátt fyrir að samið hafi verið um vopnahlé sem átti að hefjast um helgina. Hvorugir vilja flytja þungavopn sín frá bænum.

Vonarglætan í Úkraínu

Pútín Rússlandsforseti virðist hafa náð fram flestum helstu kröfum sínum varðandi Úkraínu. Austurhéruðin fá aukna sjálfstjórn og ESB opnar á viðræður um helstu áhyggjuefni Pútíns. Í kvöld á að hefjast vopnahlé, sem gæti reynst brothætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×