Að strauja skyrtu með heitri pönnu Magnús Guðmundsson skrifar 31. janúar 2015 09:00 Verðlaunahafarnir Snorri Baldursson, Bryndís Björgvinsdóttir og Ófeigur Sigurðsson ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni sem afhenti verðlaunin. vísir/ernir Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin sem veitt eru í þremur flokkum. Í flokki fagurbókmennta hlaut verðlaunin Ófeigur Sigurðsson fyrir Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Hafnarfjarðarbrandarann og í flokki fræðirita og rita almenns eðlis hlaut Snorri Baldursson verðlaunin fyrir Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar.Bryndís BjörgvinsdóttirHafnarfjarðarbrandari Bryndísar Björgvinsdóttur Það er ekki nema rétt rúm vika síðan Bryndísi hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, svo það er skammt á milli stórviðburðanna hjá henni þessa dagana. „Mér var hreinlega brugðið þegar ég fékk að vita þetta. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja sem ég var ekki búin að segja í síðustu viku. Ég hef alltaf fylgst mikið með bókmenntum og í mínum huga eru þetta stór og mikil verðlaun sem ég bjóst aldrei við að fá – hvað þá fyrir fimmtugt. En fyrst og fremst er þetta ótrúlega skemmtilegt.“ Það er fyndið hvað eitthvað svona lítið og persónulegt verk vindur upp á sig. Öll þessi umræða og verðlaun og allt þetta sem er svo opinbert er andstæða þess sem er lagt upp með þar sem ég sit ein og er að skrifa. Þetta er eitthvað sem maður þarf að læra að takast á við.“ Þetta er annað árið sem veitt eru verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Fyrir þá sem sinna þessari grein sem og lesendur þeirra er þetta mikilvæg viðurkenning. „Mér finnst vera góð breyting að fá inn barna- og unglingabækur vegna þess að það er viðurkenning á ákveðnum lesendahópi sem er með þessu tekinn meira inn í umræðuna. Börn- og unglingar eru ekki síðri lestrarhestar en fullorðnir og mér finnst jákvætt og gaman að geta tekið þátt í því að efla þann hóp. Ég les oft sjálf barna- og unglingabækur því það er svo gefandi og skemmtilegt. Til að mynda eru Dagbækur Berts fastur liður í lestrinum hjá mér.“Barna- og ungmennabækur Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Útgefandi Vaka Helgafell Í Hafnfirðingabrandaranum tvinnar Bryndís Björgvinsdóttir saman nýjar og gamlar sögur um fólk sem sker sig úr fjöldanum, fólk sem fjöldinn hlær að eins og brandara, og ólíkar leiðir til að bregðast við því. Sagan er í senn djúpvitur og drepfyndin; opnar augu yngri lesenda fyrir leyndardómum fortíðar um leið og hún varpar hlýju ljósi á angist unglingsáranna.Ófeigur SigurðssonÖræfi Ófeigs Sigurðssonar „Þetta er mikill heiður og ég er bara svakalega kátur með þetta. Þetta kom mér nú satt best að segja á óvart því ég var búinn að aftengja þetta í huganum, fannst að það væri nú búið að láta svo mikið með þessa bók að það yrði nú ekki meira. En það virðist vera sem þetta dreifi út frá sér. En það gleður mig reyndar að það skyldi vera þessi af bókunum mínum sem hlotnast þessi heiður vegna þess að ég hef í raun aldrei gengið eins langt í tilraunastarfsseminni. Þannig að ég hélt að þessi bók næði ekki til neins. Þetta er alveg stórskrítið reyndar en samkvæmt þessu þá eiga rithöfundar að vera eins sjálfhverfir og þeir geta,“ segir Ófeigur og hlær að þessu en það leynir sér ekki að bæði verðlaunin sem og velgengni Öræfa hafa komið honum skemmtilega á óvart. Það mun þó tæpast hafa mikil áhrif á skrif hans á næstunni. „Ég vona að ég haldi bara mínu striki. En þetta veitir engu að síður ákveðið hugrekki og ég hugsa að það hafi bara góð áhrif. Það er ekki eins og þetta sé fyrsta ljóðabókin mín því það hefði getað reynst öllu erfiðara. Þannig að ég á nú að geta staðið undir þessu. Síðustu daga hef ég samt aðallega verið að berjast við að strauja skyrtuna mína. Er reyndar búinn að vera að strauja í marga daga, því ég lét skyrtuna liggja undir bókastafla, en það virkaði ekki nógu vel svo ég straujaði með heitri pönnu, sem er áhættusamt fyrir hvíta skyrtu.“Fagurbókmenntir Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson Útgefandi Mál og menning Í kraftmiklum texta þar sem skiptist á fjarstæðukennt skop og römm alvara, kostuleg uppátæki og harmræn sýn á líf Íslendinga gegnum aldirnar, tekst höfundurinn á við þær spurningar sem blasa við Íslendingum á nýrri öld og varða sjálfsmynd okkar, virðingu fyrir sögu okkar og menningu og umgengni okkar við íslenska náttúru og þá ógn og ægifegurð sem í henni býr.Snorri BaldurssonÍslenskt lífríki Snorra Baldurssonar Snorri Baldursson líffræðingur hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir bók sína Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar. Snorri hefur um áraraðir verið ákaflega ötull baráttumaður fyrir verndun náttúru Íslands og býr yfir einstaklega yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku lífríki. Að baki verki sem þessu liggur greinilega áralöng vinna en engu að síður virtist Snorri vera hinn rólegasti yfir umstanginu sem verðlaunum sem þessum fylgir. „Þetta er óskaplega heiður og ég afskaplega stoltur. Þetta hvarflaði nú ekki að mér þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók. En eftir að hún kom út þá hafa viðtökurnar verið frábærar sem kom mér mjög svo skemmtilega á óvart þannig að eftir það hefur þetta verið afskaplega ánægjulegt. Þessi bók var ein sex ár í vinnslu en ég var nú reyndar að sinna öðru samhliða, þar af var ég í fjögur ár í fullu starfi. Íslensk náttúra er viðfangsefnið og til að ná fram heildstæðri mynd þurfti ég að fara yfir gríðarlegt magn af efni og kafa í gegnum viðfangsefnið.“ Eitt af því sem vekur athygli við verk Snorra er hversu víða er farið um íslenska náttúru og vistkerfi þess bæði til lands og sjávar. „Þetta er óneitanlega ástríðuverk. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á íslenskri náttúru, helst óspilltri og sú ástríða hefur bara vaxið eftir því sem ég eldist og kynnist viðfangsefninu betur. Ég á þó ekki von á því að leggja í annað viðlíka verkefni í bráð þó svo ég haldi áfram að skrifa um íslenska náttúru en þá á minni skala. Ég er ekki heldur að fara að leggjast í skáldsagnagerð eða ljóðaskrif því þá náðargáfu hef ég einfaldlega ekki.“Fræðirit og bækur almenns efnis Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson Útgefandi Forlagið og Bókaútgáfan Opna Snorri vann lengi að þessu tímamótaverki en þar dregur hann saman geysilega fjölbreyttan fróðleik um vistkerfi Íslands, bæði til lands og sjávar, og gerir grein fyrir öllum helstu rannsóknum á þessu sviði undanfarna áratugi í aðgengilegum texta sem studdur er glöggum skýringarmyndum. Að auki prýðir bókina fjöldi glæsilegra ljósmynda. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2014 voru afhent við hátíðlega athöfn að Bessastöðum í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin sem veitt eru í þremur flokkum. Í flokki fagurbókmennta hlaut verðlaunin Ófeigur Sigurðsson fyrir Öræfi. Bryndís Björgvinsdóttir hlaut verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka fyrir Hafnarfjarðarbrandarann og í flokki fræðirita og rita almenns eðlis hlaut Snorri Baldursson verðlaunin fyrir Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar.Bryndís BjörgvinsdóttirHafnarfjarðarbrandari Bryndísar Björgvinsdóttur Það er ekki nema rétt rúm vika síðan Bryndísi hlaut Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, svo það er skammt á milli stórviðburðanna hjá henni þessa dagana. „Mér var hreinlega brugðið þegar ég fékk að vita þetta. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja sem ég var ekki búin að segja í síðustu viku. Ég hef alltaf fylgst mikið með bókmenntum og í mínum huga eru þetta stór og mikil verðlaun sem ég bjóst aldrei við að fá – hvað þá fyrir fimmtugt. En fyrst og fremst er þetta ótrúlega skemmtilegt.“ Það er fyndið hvað eitthvað svona lítið og persónulegt verk vindur upp á sig. Öll þessi umræða og verðlaun og allt þetta sem er svo opinbert er andstæða þess sem er lagt upp með þar sem ég sit ein og er að skrifa. Þetta er eitthvað sem maður þarf að læra að takast á við.“ Þetta er annað árið sem veitt eru verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka. Fyrir þá sem sinna þessari grein sem og lesendur þeirra er þetta mikilvæg viðurkenning. „Mér finnst vera góð breyting að fá inn barna- og unglingabækur vegna þess að það er viðurkenning á ákveðnum lesendahópi sem er með þessu tekinn meira inn í umræðuna. Börn- og unglingar eru ekki síðri lestrarhestar en fullorðnir og mér finnst jákvætt og gaman að geta tekið þátt í því að efla þann hóp. Ég les oft sjálf barna- og unglingabækur því það er svo gefandi og skemmtilegt. Til að mynda eru Dagbækur Berts fastur liður í lestrinum hjá mér.“Barna- og ungmennabækur Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur Útgefandi Vaka Helgafell Í Hafnfirðingabrandaranum tvinnar Bryndís Björgvinsdóttir saman nýjar og gamlar sögur um fólk sem sker sig úr fjöldanum, fólk sem fjöldinn hlær að eins og brandara, og ólíkar leiðir til að bregðast við því. Sagan er í senn djúpvitur og drepfyndin; opnar augu yngri lesenda fyrir leyndardómum fortíðar um leið og hún varpar hlýju ljósi á angist unglingsáranna.Ófeigur SigurðssonÖræfi Ófeigs Sigurðssonar „Þetta er mikill heiður og ég er bara svakalega kátur með þetta. Þetta kom mér nú satt best að segja á óvart því ég var búinn að aftengja þetta í huganum, fannst að það væri nú búið að láta svo mikið með þessa bók að það yrði nú ekki meira. En það virðist vera sem þetta dreifi út frá sér. En það gleður mig reyndar að það skyldi vera þessi af bókunum mínum sem hlotnast þessi heiður vegna þess að ég hef í raun aldrei gengið eins langt í tilraunastarfsseminni. Þannig að ég hélt að þessi bók næði ekki til neins. Þetta er alveg stórskrítið reyndar en samkvæmt þessu þá eiga rithöfundar að vera eins sjálfhverfir og þeir geta,“ segir Ófeigur og hlær að þessu en það leynir sér ekki að bæði verðlaunin sem og velgengni Öræfa hafa komið honum skemmtilega á óvart. Það mun þó tæpast hafa mikil áhrif á skrif hans á næstunni. „Ég vona að ég haldi bara mínu striki. En þetta veitir engu að síður ákveðið hugrekki og ég hugsa að það hafi bara góð áhrif. Það er ekki eins og þetta sé fyrsta ljóðabókin mín því það hefði getað reynst öllu erfiðara. Þannig að ég á nú að geta staðið undir þessu. Síðustu daga hef ég samt aðallega verið að berjast við að strauja skyrtuna mína. Er reyndar búinn að vera að strauja í marga daga, því ég lét skyrtuna liggja undir bókastafla, en það virkaði ekki nógu vel svo ég straujaði með heitri pönnu, sem er áhættusamt fyrir hvíta skyrtu.“Fagurbókmenntir Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson Útgefandi Mál og menning Í kraftmiklum texta þar sem skiptist á fjarstæðukennt skop og römm alvara, kostuleg uppátæki og harmræn sýn á líf Íslendinga gegnum aldirnar, tekst höfundurinn á við þær spurningar sem blasa við Íslendingum á nýrri öld og varða sjálfsmynd okkar, virðingu fyrir sögu okkar og menningu og umgengni okkar við íslenska náttúru og þá ógn og ægifegurð sem í henni býr.Snorri BaldurssonÍslenskt lífríki Snorra Baldurssonar Snorri Baldursson líffræðingur hlaut verðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir bók sína Lífríki Íslands, vistkerfi lands og sjávar. Snorri hefur um áraraðir verið ákaflega ötull baráttumaður fyrir verndun náttúru Íslands og býr yfir einstaklega yfirgripsmikilli þekkingu á íslensku lífríki. Að baki verki sem þessu liggur greinilega áralöng vinna en engu að síður virtist Snorri vera hinn rólegasti yfir umstanginu sem verðlaunum sem þessum fylgir. „Þetta er óskaplega heiður og ég afskaplega stoltur. Þetta hvarflaði nú ekki að mér þegar ég byrjaði að vinna að þessari bók. En eftir að hún kom út þá hafa viðtökurnar verið frábærar sem kom mér mjög svo skemmtilega á óvart þannig að eftir það hefur þetta verið afskaplega ánægjulegt. Þessi bók var ein sex ár í vinnslu en ég var nú reyndar að sinna öðru samhliða, þar af var ég í fjögur ár í fullu starfi. Íslensk náttúra er viðfangsefnið og til að ná fram heildstæðri mynd þurfti ég að fara yfir gríðarlegt magn af efni og kafa í gegnum viðfangsefnið.“ Eitt af því sem vekur athygli við verk Snorra er hversu víða er farið um íslenska náttúru og vistkerfi þess bæði til lands og sjávar. „Þetta er óneitanlega ástríðuverk. Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á íslenskri náttúru, helst óspilltri og sú ástríða hefur bara vaxið eftir því sem ég eldist og kynnist viðfangsefninu betur. Ég á þó ekki von á því að leggja í annað viðlíka verkefni í bráð þó svo ég haldi áfram að skrifa um íslenska náttúru en þá á minni skala. Ég er ekki heldur að fara að leggjast í skáldsagnagerð eða ljóðaskrif því þá náðargáfu hef ég einfaldlega ekki.“Fræðirit og bækur almenns efnis Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson Útgefandi Forlagið og Bókaútgáfan Opna Snorri vann lengi að þessu tímamótaverki en þar dregur hann saman geysilega fjölbreyttan fróðleik um vistkerfi Íslands, bæði til lands og sjávar, og gerir grein fyrir öllum helstu rannsóknum á þessu sviði undanfarna áratugi í aðgengilegum texta sem studdur er glöggum skýringarmyndum. Að auki prýðir bókina fjöldi glæsilegra ljósmynda.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira